Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 00:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Odion Ighalo til Manchester United (Staðfest)
(Staðfest)
(Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ighalo hefur lengi verið stuðningsmaður Manchester United.
Ighalo hefur lengi verið stuðningsmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Odion Ighalo til Manchester United hafa verið staðfest af félaginu sjálfu. Sóknarmaðurinn Ighalo kemur til United á sex mánaða lánssamningi frá Shanghai Shenhua í Kína.

Hann er fenginn til félagsins út af meiðslum Marcus Rashford sem verður frá næstu vikurnar. Ighalo verður fyrsti Nígeríumaðurinn til að leika með Manchester United.

Ighalo þekkir ensku úrvalsdeildina vel eftir að hafa áður leikið fyrir Watford. Tímabilið 2015/16 skoraði hann 15 mörk í 37 úrvalsdeildarleikjum fyrir Watford.

Ighalo er sagður hafa hafnað Tottenham og Inter til þess að komast til Manchester United.

Nígeríumaðurinn þrítugi verður auðvitað ekki með gegn Úlfunum á morgun, en næsti leikur United eftir það er gegn Chelsea 17. febrúar. Hann fær því góðan tíma til að kynnast nýjum liðsfélögum og nýju liði.

Manchester United náði að fá þrjá leikmenn í janúarglugganum, sem er núna lokaður. Ásamt Ighalo komu miðjumaðurinn Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon og markvörðurinn Nathan Bishop frá Southend.

Sjá einnig:
Draumur Ighalo að rætast - „Mun gefa allt sitt til að ná árangri"


Athugasemdir
banner
banner