Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 01. febrúar 2020 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Erum svekktir - Væru góð úrslit gegn toppliði
Brendan Rodgers var svekktur að Leicester hafi ekki tekist að sigra Meistaradeildarslaginn gegn Chelsea í dag.

Leicester lenti undir í fyrri hálfleik en sneri stöðunni við eftir leikhlé. Antonio Rüdiger gerði bæði mörk Chelsea með skalla eftir fast leikatriði og var Rodgers ósáttur með varnarleik sinna manna.

„Við erum svekktir með að hafa ekki unnið þennan leik. Við áttum aldrei að missa þessa forystu niður en við gáfum þeim tvö mörk og erum mjög vonsviknir útaf því," sagði Rodgers.

„Einn eða tveir leikmenn misstu einbeitinguna og þess vegna skoruðu þeir þessi mörk. Við sýndum þó hvers við erum megnugir og náðum að snúa leiknum við eftir að hafa lent undir gegn virkilega sterku liði.

„Þetta væru góð úrslit ef við hefðum verið að spila við topplið, en þetta er leikur sem við eigum að vinna. Strákarnir eru ennþá ungir og óreyndir, þeir munu bara verða betri með tímanum."


Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á undan Chelsea sem situr í fjórða sæti.
Athugasemdir