Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leipzig kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir
Alassane Plea fékk tvö gul fyrir tuð. Hann skoraði einnig í leiknum.
Alassane Plea fékk tvö gul fyrir tuð. Hann skoraði einnig í leiknum.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 2 - 2 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('24 )
0-2 Jonas Hofmann ('35 )
1-2 Patrik Schick ('50 )
2-2 Christopher Nkunku ('89 )
Rautt spjald: Alassane Plea, Borussia M. ('60)

Það var toppslagur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar RB Leipzig tók á móti Borussia Mönchengladbach á RedBull Arena.

Gestirnir í Gladbach komust yfir á 24. mínútu þegar Alassane Plea skoraði. Forystan var tvöfölduð á 35. mínútu er Jonas Hoffman skoraði. Staðan var 2-0 fyrir Gladbach í hálfleik.

Julian Nagelsmann fór vel yfir með sínum mönnum í hálfleik. Hann gerði einnig tvöfalda breytingu. Það virkaði strax því varamaðurinn Patrik Schick skoraði eftir fimm mínútur í seinni hálfleik.

Á 60. mínútu dró til tíðinda. Markaskorarinn Plea fékk gult fyrir tuð, hann hélt áfram að tuða og fékk því annað gult spjald og þar með rautt. Honum var vikið af velli.

Einum fleiri tókst Leipzig að jafna metin. Christopher Nkunku, fyrrum leikmaður PSG, jafnaði á 89. mínútu.

Lokatölur 2-2 og verður Bayern München því á toppnum eftir þessa helgi. Leipzig er í öðru sæti, stigi á eftir Bayern. Gladbach er í fjórða sæti með jafnmörg stig og Dortmund, eða 39 talsins.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Haaland með tvennu - Alfreð lagði upp sigurmarkið
Athugasemdir
banner
banner
banner