Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 01. febrúar 2021 23:30
Fótbolti.net
Í BEINNI - Gluggadagurinn
Mynd: Fótbolti.net
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar í dag en skellt verður í lás á Englandi klukkan 23:00 að íslenskum tíma.

Nokkur félög í toppbaráttunni á Englandi eru að reyna að styrkja sig og þar á meðal er Liverpool að reyna að landa miðverði.

Fótbolti.net verður með puttann á púlsinum í allan dag og í þessai frétt verður bein lýsing frá atburðum dagsins.

Takið þátt í fjörinu með því að nota #fotboltinet á Twitter.

Hér að neðan má sjá lýsinguna.
23:25
Góða nótt

Takk innilega fyrir samfylgdina í dag kæru lesendur. Ég ætla að slútta þessari lýsingu hérna. Nokkur félagaskipti sem enn á eftir að klára alveg en hægt verður að fylgjast með því á síðunni.

Góða nótt og bestu fótboltakveðjur.

Eyða Breyta
23:19
Það verður bara að segjast eins og er...

Að þessi gluggadagur hefði alveg verið ömurlegur ef ekki hefði verið fyrir miðvarðarvandræði Liverpool. Rosalega rólegur félagaskiptagluggi. En núna er það bara seinni hluta tímabilsins framundan og mikil spenna!

Eyða Breyta
23:14
Bakvörðurinn Yan Valery farinn frá Southampton til Birmingham á láni út leiktíðina.

Maður lifandi hvað það er mikið af lánssamningnum út um allt.



Eyða Breyta
23:11
Já og Josh King auðvitað. Hann er á leið til Everton. Josh Maja fer til Fulham.

Eyða Breyta
23:10
Samkvæmt Sky Sports þá voru að minnsta kosti tvö skjöl send inn til ensku úrvalsdeildarinnar áður en glugginn lokaði.

Takumi Minamino er á leið til Southampton og ætli hitt sé ekki eitthvað á vegum Stóra Sam Allardyce.

Eyða Breyta
23:03
"Will Grigg's on fire

Your defence is terrified." Sóknarmaðurinn farinn til MK Dons á láni út tímabilið. Ætla að giska á að lagið fræga verði spilað mikið á heimavelli MK Dons á næstunni enda meistaraverk.




Eyða Breyta
23:01
Staðfesting á skiptum Willock til Newcastle

Loksins kemur þessi staðfesting. Willock lánaður frá Arsenal til Newcastle þar sem hann mun læra af Steve Bruce.



Eyða Breyta
23:00
Glugginn lokaður!

Það á samt enn eftir að staðfesta einhver félagaskipti. Ef félögum tókst að senda nauðsynleg skjöl inn í tæka tíð þá er enn hægt að klára skipti á næstu tímum. Sjáum hvað setur.

Eyða Breyta
22:54
Maitland-Niles til West Brom (Staðfest)

West Brom fær öflugan leikmann á láni frá Arsenal. Ætlar sér á EM með Englandi næsta sumar.



Eyða Breyta
22:54
Southampton sendir inn skjöl

Southampton er búið að senda skjöl til ensku úrvalsdeildarinnar vegna lánssamning Takumi Minamino sem kemur frá Liverpool. Þessi skipti verða þá kláruð eftir að glugginn lokar eftir sex mínútur.

Eyða Breyta
22:40
Stóri Sam í fullu fjöri

Sam Allardyce, stjóri West Brom, segist hafa fengið fjóra góða leikmenn í dag. Ainsley Maitland-Niles er þar á meðal en hann kemur á láni frá Arsenal.

Bara komin staðfesting á Okay Yokuslu, tyrkneskum miðjumanni sem kom á láni frá Celta Vigo. Fleiri staðfestingar á leiðinni frá West Brom, sem er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.




Eyða Breyta
22:37
Allt að gerast núna. Oliver Ntcham frá Celtic til Marseille er (Staðfest). Franskur miðjumaður.



Eyða Breyta
22:37
Jæja, King að velja Everton. Josh Maja til Fulham.

Eyða Breyta
22:33
Það gengur eitthvað erfiðlega hjá Joshua King að velja á milli Everton og Fulham. Hann hefur tæpan hálftíma til að ákveða sig.

Eyða Breyta
22:25
Matip ekki meira með á tímabilinu

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að varnarmaðurinn Joel Matip verði ekki meira með á tímabilinu. Það útskýrir það hvers vegna Liverpool fékk inn tvo miðverði í dag.

Matip, Gomez og Van Dijk allir í langvarandi meiðslum.




Eyða Breyta
22:20
Enska knattspyrnukonan Shameeka Fishley er búin að skrifa undir samning við EdF Logrono sem leikur í efstu deild spænska boltans.

Hin 27 ára gamla Shameeka var á Íslandi í fjögur ár þar sem hún spilaði fyrst fyrir Sindra, svo ÍBV og að lokum Stjörnuna.




Eyða Breyta
22:08
Vandræðagemsinn Aboubakar Kamara farinn frá Fulham til Dijon í Frakklandi á láni. Fulham er að reyna að fá tvo sóknarmenn inn; Joshua King og Josh Maja.




Eyða Breyta
22:07
Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hefur yfirgefið herbúðir Tottenham. Hann er farinn til Elche á Spáni á láni. Var ekki í náðinni hjá Jose Mourinho.




Eyða Breyta
22:01
Mustafi til Schalke

Kabak er farinn frá Schalke til Liverpool. Shkodran Mustafi er farinn frá Arsenal til Schalke í hans stað. Hálfgerð martraðardvöl Mustafi hjá Arsenal á enda.




Eyða Breyta
22:00
Klukkutími eftir af glugganum og Liverpool búið að kaupa tvo miðverði. Ansi ólíklegt að þeir bæti við þeim þriðja, eða hvað?

Eyða Breyta
21:59
Ozan Kabak til Liverpool (Staðfest)

Þá er tyrkneski miðvörðurinn mættur til Liverpool á láni frá Schalke. Liverpool getur svo keypt hann næsta sumar á 18 milljónir punda. Verður spennandi að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni.



Eyða Breyta
21:57
Kóngurinn Harry Redknapp mættur í sett hjá Sky Sports sem sérfræðingur. Ef hann væri að stýra liði í dag þá myndi hann örugglega finna leið til þess að krækja í Niko Kranjcar, Peter Crouch og Jermain Defoe þó að aðeins einn þeirra sé enn að spila fótbolta. Allir í uppáhaldi hjá Redknapp.




Eyða Breyta
21:56
Varnarmaðurinn Daniele Rugani lánaður frá Juventus til Cagliari eftir að hafa spilað fyrri hlutann á tímabilinu með Rennes í Frakklandi. Hjá Cagliari mun hann spila með Radjan Nainggolan meðal annars.




Eyða Breyta
21:55
Joshua King hallast frekar að Fulham en Everton.



Eyða Breyta
21:42
Jonjoe Kenny til Celtic (Staðfest)

Everton lánar hægri bakvörð til Celtic.



Eyða Breyta
21:40
Southampton færist nær Minamino

Sky Sports segir að Takumi Minamino færist nær Southampton. Viðræður hófust fyrr í dag og samkomulag náðist á síðasta klukkutímanum. Hann er á leið í læknisskoðun að því virðist vera.

Eyða Breyta
21:39
Eru ekki annars Wesley Sneijder og Nicolas Gaitan á leið í læknisskoðun hjá Man Utd?

Eyða Breyta
21:31
Fara líklega seint á koddann

Starfsmenn Liverpool fara líklega seint á koddann í kvöld. Það á enn eftir að staðfesta félagaskipti Ozan Kaban og þá gæti Takumi Minamino verið á förum.

Eyða Breyta
21:30
Franski miðvörðurinn Jean-Clair Todibo er genginn í raðir Nice í Frakklandi að láni frá Barcelona út tímabilið (Staðfest)




Eyða Breyta
21:18
Kantmaðurinn Tom Ince lánaður frá Stoke til Luton. Bæði félög eru í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.




Eyða Breyta
21:08
Óvænt tíðindi

Southampton er á síðustu stundu að reyna að fá Takumi Minamino á láni frá Liverpool. Lítill tími til stefnu. David Ornstein á The Athletic segir frá.




Eyða Breyta
21:07
Tæpir tveir tímar í gluggalok.

Eyða Breyta
21:06
Odion Ighalo var aðalmaðurinn á gluggadegi fyrir ári síðan þegar hann fór til Manchester United. Núna er hann að ganga frá skiptum til Al-Shabab í Sádí-Arabíu.



Eyða Breyta
20:55
Fulham að landa Josh Maja, sóknarmanni frá Bordeaux í Frakklandi. Hann kemur á láni og Fulham getur svo keypt hann á 9 milljónir punda eftir tímabilið. Hann er búinn að fara í læknisskoðun en það á enn eftir að ganga frá allri pappírsvinnu.

Fulham, sem er í fallbaráttu, er einnig að reyna að fá Josh King frá Bournemouth. Lundúnafélagið er að berjast við Everton um King.




Eyða Breyta
20:51
Jese Rodriguez búinn að rifta samningi sínum við Paris Saint-Germain og er farinn til Las Palmas í heimalandi sínu. Viðurkenni það alveg að ég var búinn að gleyma því að þessi gæi væri enn að spila fótbolta en maður lærir ávallt eitthvað nýtt á degi hverjum.




Eyða Breyta
20:44
Samkvæmt BBC þá er Everton líklegast til að landa Joshua King, sóknarmanni Bournemouth, fyrir gluggalok.




Eyða Breyta
20:37
Hollenski kantmaðurinn Jayden Braaf frá Manchester City til Udinese á láni. Udinese á möguleika á að kaupa hann næsta sumar. Udinese lýsir honum sem einum efnilegasta leikmanni í evrópskum fótbolta.

Eyða Breyta
20:33
(Staðfest)

Mjög spennandi! Óliver Steinar Guðmundsson frá Haukum til Atalanta á Ítalíu.



Eyða Breyta
20:32
Hollenski miðvörðurinn Sepp van den Berg er farinn til Preston á láni frá Liverpool. Fyllir þar í skarð Ben Davies sem gekk í raðir Liverpool.




Eyða Breyta
20:23
Miðjumaðurinn Rolando Mandragora skiptir um félag í Tórínó; fer frá Juventus til Torino á láni.




Eyða Breyta
20:21
Þetta er draumur fyrir Davies sem hafði ekki einu sinni komið á Anfield fyrr en í dag. Hefur aldrei leikið í ensku úrvalsdeildinni áður en fær núna tækifæri í einu stærsta félagi heims.




Eyða Breyta
20:03
Þið Liverpool stuðningsmenn sem ætlið að fá ykkur treyju með "Davies" á bakinu, þá verður hann númer 28.

Eyða Breyta
20:00
Fyrsti miðvörðurinn kominn til Liverpool (Staðfest)

Liverpool hefur staðfest kaup á miðverðinum Ben Davies. Hann kemur frá Preston og skrifar undir langtímasamning.


Eyða Breyta
19:58
Will Grigg á ferðinni?

Sóknarmaðurinn Will Grigg gæti verið á leið til MK Dons frá Sunderland. Ekki spilað mikið með Sunderland á tímabilinu.

Eitt frægasta fótboltalag sögunnar er sungið um Will Grigg og hér fyrir neðan má hlusta á það. Þvílíkt lag!




Eyða Breyta
19:52
Preston eyddi færslu um Ben Davies

Preston North End var búið að staðfesta félagaskipti miðvarðarins Ben Davies til Englandsmeistara Liverpool, en er núna búið að eyða út færslunni. Voru eitthvað fljótir á sér. Verður staðfest fljótlega væntanlega.




Eyða Breyta
19:34
Svona á meðan við erum að bíða eftir félagaskiptum, þá voru kaup Man Utd á Bruno Fernandes kosin bestu janúarkaup sögunnar af lesendum BBC. Kosningu lauk fyrr í dag en Fernandes var keyptur til United í fyrra.



Eyða Breyta
19:19
Helstu félagaskipti dagsins til þessa:

- Kjartan Henry Finnbogason frá Horsens til Esbjerg
- Björn Bergmann Sigurðarson frá Lilleström til Molde
- Bryan Reynolds frá Dallas til Roma
- Sami Khedira frá Juventus til Hertha Berlín
- Joshua Zirkzee frá Bayern til Parma

Hef á tilfinningunni að það eigi nokkuð mikið eftir að gerast á næstu klukkutímum.

Eyða Breyta
19:15
Áhugaverð 'læk' frá Dele Alli

Dele Alli er ekki á förum frá Tottenham í dag þrátt fyrir lítinn spiltíma hjá félaginu. Alli er búinn að 'læka' tvær færslur á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Í þessum færslum eru Harry Redknapp og Paul Merson að kalla eftir því að hann fái að spila.




Eyða Breyta
19:00
Hinn hárprúði Luke Matheson farinn á láni til Gunnars Sigurðarsonar og félaga í Ipswich frá Úlfunum.




Eyða Breyta
18:59
Arsenal lánar tvo til félaga í ensku úrvalsdeildinni

Tveir leikmenn Arsenal eru á leið í burtu á láni. Ainsley Maitland-Niles fer til West Brom og Joe Willock til Newcastle. Þar fá þeir væntanlega fleiri mínútur inn á fótboltavellinum. Þessi skipti verða staðfest fljótlega.

Eyða Breyta
18:58
Bernard áfram hjá Everton

Brasilíumaðurinn Bernard verður áfram í herbúðum Everton en það verður ekkert af félagskiptum hans til Al Nasr í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sky Sports segir frá.




Eyða Breyta
18:29
Styttist í (Staðfest)!

Fabrizio Romano segir að tyrkneski varnarmaðurinn Ozan Kabak sé búinn að skrifa undir hjá Liverpool. Það styttist í (Staðfest) þar. Kemur á láni og Liverpool getur svo keypt hann næsta sumar.




Eyða Breyta
18:25
West Brom fær tyrkneska miðjumanninn Okay Yokuslu á lánssamningi frá Celta Vigo út tímabilið. Yokuslu á 69 leiki að baki fyrir yngri landslið Tyrklands og 29 fyrir A-landsliðið.

Hann er fenginn til að hjálpa nýliðum West Brom í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.




Eyða Breyta
18:23
(Staðfest)

Portúgalski miðjumaðurinn Gedson Fernandes er farinn til Galatasaray í Tyrklandi á láni frá Benfica. Lánsdvöl hans hjá Tottenham gekk ekki alveg upp.




Eyða Breyta
18:23


Eyða Breyta
18:15
Þriðji Íslendingurinn til Venezia

Venezia, sem leikur í B-deild á Ítalíu, var að semja við þriðja íslenska leikmann sinn.

Jakob Franz Pálsson er kominn til félagsins frá Þór á Akureyri.

Jakob er bakvörður sem varð 18 ára í síðasta mánuði. Hann spilaði 14 leiki í deild og bikar með Þórsurum á síðustu leiktíð. Jakob á að baki leiki með U15, U16 og U17 landsliðum Íslands.

Fyrir hjá Venezia eru Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson. Liðið er sem stendur í 12. sæti B-deildarinnar.

UFFICALE: Jakob Franz Pálsson in arancioneroverde.

Venezia FC comunica di aver acquisito a titolo temporaneo con...

Posted by Venezia FC on Mánudagur, 1. febrúar 2021


Eyða Breyta
17:53
Hertha Berlín fékk líka kantmanninn Nemanja Radonjic á láni frá Marseille. Nóg að gera hjá fyrrum þýska landsliðsmanninum Arne Friedrich, sem er núna yfirmaður knattspyrnumála hjá Hertha.

Hertha er í 15. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.



Eyða Breyta
17:42
Parma, sem er í bullandi fallbaráttu á Ítalíu, fær efnilegan sóknarmann á láni frá Bayern München. Eiga svo möguleika á að kaupa hann fyrir 15 milljónir evra.

Football Manager spilarar kannast eflaust við kauða, Joshua Zirkzee er nafnið.



Eyða Breyta
17:35
(Staðfest)

Íslenski sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var að skipta um félag í Noregi; frá Lilleström til Molde. Hann spilaði með Molde við góðan orðstír frá 2014 til 2017.




Eyða Breyta
17:22
Marseille að fá franska miðjumanninn Oliver Ntcham á láni frá Celtic. Marseille á svo möguleika á að kaupa hann að tímabilinu loknu fyrir 4,5 milljónir punda að sögn Sky Sports.



Eyða Breyta
17:12
Það er ekki gluggadagur á Íslandi en það er búið að vera nóg um að vera á skrifstofunni hjá KA í dag. Nýr markvörður kominn.

Eyða Breyta
17:10
(Staðfest)

Bakvörðurinn Deandre Yedlin farinn frá Newcastle í ástríðuna í Tyrklandi. Hann semur við Galatasaray.



Eyða Breyta
17:05
Paul Joyes, blaðamaður Times, segir að Liverpool borgi 1 milljón punda til að fá Ozan Kabak á láni og muni svo eiga möguleika á því að kaupa hann fyrir 18 milljónir punda næsta sumar.



Eyða Breyta
17:00
Khedira verður ekki liðsfélagi Gylfa
Miðjumaðurinn Sami Khedira, sem varð heimsmeistari með Þjóðverjum 2014, er á leið til Hertha Berlín í heimalandi sínu.

Hann fer þangað á frjálsri sölu frá Ítalíumeisturum Juventus. Hann hefur verið orðaður við Everton en verður ekki einn af félögum Gylfa.



Eyða Breyta
16:56
Sóknarmaðurinn Josh Maja sem er frægastur fyrir hlutverk sitt í heimildaþáttaröðinni Sunderland Til' I Die er á leið til Fulham í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Bordeaux í Frakklandi. Viðræður eru komnar langt.




Eyða Breyta
16:54
Halló kæru lesendur! Ég, Guðmundur Aðalsteinn, verð með ykkur í þessari lýsingu þangað til seint í kvöld. Hvað endar Liverpool eiginlega með marga miðverði? Það er stærsta spurningin. Ég ætla að giska á að þeir komi tveir inn áður en glugginn lokar.

Ívan Guðjón verður með mér á fréttavaktinni. Endilega fylgist með!

Eyða Breyta
16:53
Vaktaskipti!

Það held ég. Við munum halda áfram að fylgja glugganum allt til loka í þessari textalýsingu.

Elvar Geir og Magnús Már hafa staðið vaktina í dag en nú tekur Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson við stýrinu og fylgir ykkur þar til skellt verður í lás!

Glugginn lokar á mismunandi tímum
17:00: Þýskaland og Frakland
19:00: Ítalía
22:59: Spánn
23:00: England

Eyða Breyta
16:51
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur verið fyrstur með fréttirnar varðandi tyrkneska varnarmanninn Ozan Kabak sem virðist á leið til Liverpool.

Hann segir 100% klárt að Shkodran Mustafi muni fara til Schalke. Mustafi yfirgefur þar með Arsenal og fyllir skarð Kabak.

Sagt er að Kabak vilji ólmur að skiptin gangi í gegn en hann hefur klárað læknisskoðun og náð munnlegu samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör.

Umboðsmenn Kabak telja að skiptin gangi í gegn, hann fari á lánssamningi og Liverpool verði ekki skyldugt til að kaupa hann eftir tímabilið en eigi möguleika á því.



Eyða Breyta
16:40
Fulham er í viðræðum við Bordeaux um sóknarmanninn Josh Maja. Þessi 22 ára leikmaður var hjá Sunderland þar sem hann vakti mikla athygli. Fulham er í leit að leikmanni til að keppa við sóknarmanninn Aleksandar Mitrovic um stöðu í liðinu. Er Maja rétti maðurinn?

Eyða Breyta
16:34


Eyða Breyta
16:31
Jæja þá er það orðið ljóst...

Arsenal lánar Maitland-Niles til West Brom

Eyða Breyta
16:23
Samkvæmt fregnum frá Ítalíu þá er Atalanta að krækja í Óliver Steinar Guðmundsson, ungan leikmann Hauka.

Óliver Steinar þykir mjög efnilegur en hann skrifaði undir samning til þriggja ára við Hauka undir lok árs 2019.

Óliver er miðjumaður sem fæddur er 2004. Hann kom við sögu í einum leik í 2. deild karla með Haukum síðasta sumar. Hann á að baki tvo leiki fyrir U15 landslið Íslands.


Óliver Steinar er hér til vinstri

Eyða Breyta
16:09


Skemmtileg mynd frá því þegar Cenk Tosun mætti til Tyrklands. Hann var ekki lengi að fá Besiktas grímu og óhætt er að segja að kollegar okkar í Istanbúl hafi haft mikinn áhuga á komu hans.

Þessi 29 ára sóknarmaður kemur á láni frá Everton út tímabilið. Hann á að hjálpa Besiktas í toppbaráttunni þar sem liðið er í öðru sæti, einu stigi eftir Fenerbahce.

Eyða Breyta
16:04
Moises Caicedo til Brighton (Staðfest)



19 ára miðjumaður sem kemur frá Independiente del Valle í heimalandi hans, Ekvador. Samningurinn er til 2025.


Eyða Breyta
15:57
Rooney fær leikmann lánaðan frá Man Utd



Teden Mengi, varnarmaður Manchester United, hefur verið lánaður til Derby út leiktímabilið. Stjóri Derby er Wayne Rooney, fyrrum markahrókur United.

Mengi er 18 ára og lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United í Evrópudeildarleik gegn LASK frá Austurríki í ágúst.

Eyða Breyta
15:46
Frétt sem tengist gluggadeginum ekki... Spænska blaðið Marca fullyrðir að Real Madrid hafi ákveðið að Zinedine Zidane verði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. Þjóðverjinn Julian Nagelsmann hjá RB Leipzig er sagður efstur á blaði Madrídinga.



Eyða Breyta
15:38
Taylor Harwood-Bellis, 19 ára varnarmaður Manchester City, hefur gengið í raðir Blackburn í Championship-deildinni á lánssamningi út tímabilið. Hann skrifaði undir nýjan samning við City í desember en Pep Guardiola lánar hann til að hann öðlist reynslu í aðalliðsfótbolta.



Eyða Breyta
15:37
Fulham er núna að reyna að landa Joshua King, framherja Bournemouth. Everton líka að skoða. Hvar endar hann?

Eyða Breyta
15:30


(Staðfest) - Roma hefur fengið bandaríska varnarmanninn Bryan Reynolds frá FC Dallas í MLS-deildinni. Reynolds er 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað 27 leiki og lagt upp 5 mörk í MLS-deildinni.

Eyða Breyta
15:21
Everton hefur spurst fyrir um Joshua King, framherja Bournemouth. Ekkert formlegt tilboð ennþá. Norðmaðurinn vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann verður samningslaus í sumar.


Eyða Breyta
15:18
Shkodran Mustafi hefur náð samkomulagi við Arsenal um riftun á samningi sínum. Þetta fullyrðir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Mustafi er því á leið til Schalke og fyllir skarð Kabak sem virðist á leið til Liverpool.

Þetta er allt að púslast rétt fyrir Liverpool.



Eyða Breyta
15:08
Kabak búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Ozan Kabak, varnarmaður Schalke er búinn að standast læknisskoðun hjá Liverpool. Sky í Þýskalandi segir frá þessu. Félagaskiptin færast nær. Líklega lánssamningur.

Eyða Breyta
15:07
Birmingham fær leikmann frá Man City (Staðfest)
Birmingham hefur fengið Keyendrah Simmonds, 19 ára sóknarmann frá Manchester City. Simmonds hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Birmingham sem situr í 20. sæti Championship-deildarinnar.

Eyða Breyta
15:04
Japhet Tanganga, varnarmaður Tottenham, hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki að fara á lán í dag. Southampton, Celtic og annað ónefnt félag í ensku úrvalsdeildinni höfðu áhuga.


Eyða Breyta
15:02


Bakvörðurinn Patrick van Aanholt hefur verið orðaður við Arsenal en Roy Hodgson segir að hann sé ekki á förum frá Crystal Palace.

Eyða Breyta
14:59
Manchester City nálægt því að fá 18 ára leikmann



Manchester City hefur áhuga á hinum 18 ára gamla Kwadwo Baah hjá Rochdale og BBC segir að City sé nálægt því að tryggja sér leikmanninn.

Baah var í unglingaliðum Crystal Palace en fór til Rochdale 2019.

Hann hefur skorað þrjú mörk á þessu tímabili, þar á meðal frábært mark í grannaslag gegn Derby í desember.

Aðalstaða Baah á vellinum er vinstri kantur. Sagt er að Manchester City ætli sér að lána Baah aftur til Rochdale út tímabilið.


Eyða Breyta
14:41
Kabak færist nær Liverpool



Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að varnarmaðurinn Ozan Kabak sé ekki langt frá því að ganga í raðir Liverpool.

Englandsmeistararnir munu fá Kabak lánaðan út tímabilið með möguleika á kaupum í sumar.

Vilji Kabak er sagður skýr. Hann vill fara til Liverpool og þrýstir á það.

Þá segir Romano að Mustafi sé að færast nær Schalke.

Eyða Breyta
14:23
Frá Wolverhampton er það að frétta að ekkert er að frétta.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir að það komi engin tíðindi frá félaginu í dag.

Einu janúarkaup Úlfanna verður því Willian Jose sem kom frá Real Sociedad á 18 milljónir punda fyrr í þessum mánuði.

Eyða Breyta
14:16
(STAÐFEST)



Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lánað bandaríska varnarmanninn Chris Richards til Hoffenheim út tímabilið.

Richards er tvítugur miðvörður sem hefur verið í herbúðum Bæjara síðan 2018 þegar hann kom frá Dallas.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum með Bayern í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Eyða Breyta
14:15
(Staðfest)
Troy Parrott, framherji Tottenham, er farinn til Ipswich á láni. Hinn 18 ára gamli Parrott var á láni hjá Millwall fyrri hluta tímabils.

Eyða Breyta
14:05
Steve Bruce slær á létta strengi! Neymar er ekki á leið til Newcastle!



Eyða Breyta
13:56
Á leið til lettnesku meistaranna
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Viking í Noregi er á leið til lettnesku meistaranna í Riga.

Nánar um málið hér


Eyða Breyta
13:53
Maitland-Niles líklega til WBA

Það er alvöru hringekja í fréttum varðandi Ainsley Maitland-Niles, leikmann Arsenal. David Ornstein íþróttafréttamaður hjá Athletic segir að West Brom sé líklegur áfangastaður. Ganga eigi frá lánssamningi áður en glugganum verður lokað í kvöld.

Eyða Breyta
13:49
Lánaður frá Leeds

Rafa Mujica, 22 ára sóknarmaður Leeds, hefur verið lánaður í spænska B-deildarliðið Las Palmas út tímabilið. Hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum á Elland Road og var nýlega hjá Real Oviedo.

Eyða Breyta
13:43
Ungstirnið Ali Akman til Frankfurt (STAÐFEST)



Þýska félagið Eintracht Frankfurt hefur samið við Ali Akman en samningurinn tekur gildi í sumar og er til 2025.

Þessi 18 ára leikmaður hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea og Red Bull Salzburg.

Akman er spennandi tyrkneskur sóknarmaður sem skorað hefur níu mörk í sextán leikjum fyrir Bursaspor í heimalandinu á þessu tímabili.

"Við höfum tryggt okkur einn hæfileikaríkasta leikmann Tyrklands. Hann er leikmaður sem mun vonandi þróast, þroskast og bæta sig hjá okkur á næstu árum," segir Fredi Bobic, stjórnarmaður hjá Frankfurt.

Eyða Breyta
13:41
Ole rólegur
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi nú rétt í þessu að gluggadagurinn verði rólegur af hans hálfu. Solskjær sagði stuðningsmönnum United að vaka ekki of lengi í kvöld að bíða eftir fréttum!


Eyða Breyta
13:27
Ekki hægt að bæta við mönnum
Á hádegi í dag rann út frestur til að skrá leikmenn í leikmannahópa í ensku úrvalsdeildinni fyrir komandi umferð sem fer fram á morgun, miðvikudag og fimmtudag.

Ben Davies og Ozan Kabak gætu gengið í raðir Liverpool í dag en þeir verða ekki löglegir gegn Brighton á miðvikudaginn þó þeir skipti síðar í dag.

Eyða Breyta
13:11
Fer Tanganga á lán?
Japhet Tanganga, varnarmaður Tottenham, bíður ennþá eftir svörum með framtíð sína. Southampton og Celtic vilja fá hann sem og eitt annað ónefnt félag í ensku úrvalsdeildinni.

Eyða Breyta
13:04



Eyða Breyta
13:00


Hvað er að frétta af Manchester United?

Ekki er búist við því að Manchester United kaupi neinn í dag. Það eru þó leikmenn að kveðja Old Trafford.

Varnarmaðurinn Marcos Rojo, sem hefur ekkert spilað með United á tímabilinu, er að fara til Boca Juniors í heimalandi sínu Argentínu. Hann var ekki í áætlunum Ole Gunnar Solskjær.

Glugginn í Argentínu er opinn til 19. febrúar svo það er ekkert stress að klára þau skipti.

Félög hafa sýnt varnarmanninum Brandon Williams og vængmanninum Daniel James áhuga en flest bendir til þess að þeir fari ekkert í dag.

Southampton hefur sýnt áhuga á að fá Williams á láni og þá er sagt að West Brom, Brighton, Burnley og Leeds hafi öll sent inn fyrirspurnir um James.

Markvörðurinn Sergio Romero verður samningslaus í sumar en útlit er fyrir að hann muni klára samninginn og fara svo frítt. Romero hefur ekkert spilað síðan Dean Henderson kom til baka.

Manchester United hefur viljað losa Phil Jones en útlit er fyrir að það takist ekki.

Varnarmaðurinn Teden Mengi, 18 ára, er á leið á lán til Derby í Championship-deildinni. Mengi hefur æft með aðalliði United en hefur ekki leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið.

Eyða Breyta
12:59
Erfiðir umboðsmenn
Ainsley Maitland-Niles fer ekki til Southampton samkvæmt nýjustu fréttum. Forráðamenn Southampton voru þreyttir á því hversu illa viðræður gengu við umboðsmenn leikmannsins.

Maitland-Niles gæti farið til Leicester eða Newcastle. Southampton ætlar hins vegar að reyna að finna annan leikmann.


Eyða Breyta
12:58
Kabak á láni
James Pearce hjá The Athletic, sem er vel tengdur hjá Liverpool, segir að Ozan Kabak komi á láni frá Schalke til að byrja með ef skiptin ganga í gegn. Félögin eru í viðræðum en ekkert er öruggt ennþá.

Eyða Breyta
12:47
Mustafi inn og Kaban út
Schalke er að fá Shkodran Mustafi frá Arsenal. Í kjölfarið ætlar þýska félagið að leyfa tyrkneska varnarmanninum Ozan Kaban að fara til Liverpool.


Eyða Breyta
12:45
Heimkoma
Sami Khedira, miðjumaður Juventus, er á leið til Hertha Berlin í heimalandi sínu Þýskalandi.




Eyða Breyta
12:08

Diego Costa, hvað mun hann kosta?
Framherjinn Diego Costa er án félags í augnablikinu. Sky segir að ónefnt félag í topp sex á Englandi hafi boðið honum samning út tímabilið.

Costa ku hafa afþakkað en hann er í leit að tveggja og hálfs árs samning upp. Costa vill fá þrettán milljónir punda fyrir samninginn en félög í Tyrklandi, Katar og Sádi-Arabíu hafa verið að skoða hann.

Eyða Breyta
12:04
Kabak til Liverpool? - Er í læknisskoðun



Goal segir frá því að tyrkneski varnarmaðurinn Ozan Kabak sé í læknisskoðun í Þýskalandi til að aðstoða við að skipti hans til Liverpool verði að veruleika.

Kabak spilar með Schalke sem er í neðsta sæti þýsku Bundesligunnar og hefur fengið á sig 49 mörk í 19 leikjum.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Liverpool sé í viðræðum við umboðsmenn Kabak en Schalke er að skoða mögulega kosti til að fylla hans skarð. Þar hefur Shkodran Mustafi hjá Arsenal verið nefndur.

Ef Kabak, sem er tvítugur, fer til Liverpool verður það á lánssamningi út tímabilið en Liverpool mun svo skuldbinda sig til að kaupa hann alfarið næsta sumar.

Eyða Breyta
11:54
Smá pása frá gluggafréttum, afmæliskveðjur á Alfreð Finnbogason sem er 32 ára í dag!



Eyða Breyta
11:49
(STAÐFEST) Pepsi Max tíðindi! Jonathan Hendrickx er kominn í KA!



Eyða Breyta
11:47
Sonur Bergkamp mun spila með syni Pochettino

Hinn 22 ára miðjumaður Mitchel Bergkamp er kominn til Watford þar sem hann mun fara í varaliðið, U23 ára liðið.

Pabbi hans er hinn eini sanni Dennis Bergkamp.

Mitchel mun því spila með syni Maurizio Pochettino sem samdi við Watford í gær.

Eyða Breyta
11:43
Endar líklega hjá Southampton
Ainsley Maitland-Niles er að fara frá Arsenal á láni. Southampton er núna líklegasti áfangastaðurinn en Leicester og Newcastle eru einnig að reyna.

Eyða Breyta
11:41
Man City ekki að reyna að fá Costa

Umræður hafa verið í gangi um að Manchester City gæti reynt að fá Diego Costa, fyrrum leikmann Chelsea. BBC segir að City sé ekki að gera neinar tilraunir til að fá Costa sem er fáanlegur á frjálsri sölu.

Eyða Breyta
11:32




Eyða Breyta
11:28
Þjálfarafréttir!
Jonathan Woodgate, fyrrum stjóri Middlesbrough, er mættur í þjálfarateymi Bournemouth.

Eyða Breyta
11:27
Newcastle hefur hafnað tilboði frá Bournemouth í kantmanninn Matt Ritchie. Ritchie kom til Newcastle frá Bournemouth árið 2016.

Eyða Breyta
11:15


Netflix stjarna til Fulham?
Fulham er að reyna að fá framherjann Josh Maja. Hann kom talsvert við sögu í Netflix þáttunum um Sunderland.

Eyða Breyta
11:14
Liverpool er að landa Ben Davies miðverði Preston á 1,6 milljón punda. Sepp van den Berg, ungur miðvörður Liverpool, fer til Preston á láni út tímabilið í staðinn.

Eyða Breyta
11:11
Joe Willock gæti verið að fara frá Arsenal til Newcastle á láni

Eyða Breyta
11:07
(STAÐFEST)



Varnarmaðurinn Winston Reid hjá West Ham er genginn í raðir Brentford á lánssamningi út tímabilið. Brentford er í þriðja sæti Championship-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina.

Reid er nýkominn úr láni hjá Kansas City í MLS-deildinni brandarísku en er ekki nálægt því að vera í plönum David Moyes hjá Hömrunum.

Reid er 32 ára en hann meiddist illa á hné í febrúar 2018. Hann var áður lykilmaður hjá West Ham og á enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum.

Eyða Breyta
10:56
Tilbúinn að fljúga með einkaþotu til Liverpool

Það er nóg að gera á skrifstofu Liverpool en félagið gæti bætt við sig fleiri en einum varnarmanni. Ljóst er að Ben Davies er að koma frá Preston og aðrir möguleikar eru einnig í deiglunni.



Duje Caleta-Car, 24 ára króatískur varnarmaður Marseille, hefur verið orðaður við Liverpool en ýmsir spekingar telja að ólílegt að hægt verði að ganga frá þeim skiptum. Franska félagið þyrfti þá að finna mann til að fylla hans skarð.

Caleta-Car er sagður hafa mætt út á flugvöllinn í Marseille og verið tilbúinn í að fljúga með einkaþotu til Englands. The Telegaph segir að enn sé möguleiki á því að hann gangi í raðir Liverpool. Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal, hefur einnig verið nefndur.

Eyða Breyta
10:41
Tyrkneskur varnarmaður orðaður við Liverpool

Liverpool er sagt vera í viðræðum við Schalke um miðvörðinn Ozan Kabak. Sky Sports greinir frá og segir að þýska félagið sé bara tilbúið að láta leikmanninn frá sér ef það finnur mann til að fylla hans skarð.




Eyða Breyta
10:27


Spænski markvörðurinn Vicente Guaita hefur skrifað undir nýjan samning við Crystal Palace til sumarsins 2023. Möguleiki er að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Þessi 34 ára markvörður er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Palace en hann kom frá Getafe 2018.

Eyða Breyta
10:24
Horsens stuðningsmenn reiðir

Í morgun var tilkynnt um Kjartan Henry Finnbogason í Esbjerg, þar sem hann ætlar að hjálpa Óla Kristjáns að komast upp. Kjartan rifti samningi sínum við Horsens á dögunum og óhætt er að segja að stuðningsmenn liðsins séu allt annað en sáttir og það ríkir reiði á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig:
Kjartan Henry til Esbjerg (Staðfest)

Eyða Breyta
10:01



Eyða Breyta
09:56
Glugginn lokar á mismunandi tímum
17:00: Þýskaland og Frakland
19:00: Ítalía
22:59: Spánn
23:00: England

Eyða Breyta
09:50
Billy Gilmour, miðjumaður Chelsea, fer EKKI á lán í dag. Talið var að hann myndi fara á lán út tímabilið en Thomas Tuchel vill halda honum í hópnum.

Eyða Breyta
09:40

Japhet Tanganga, varnarmaður Tottenham, gæti farið á lán í dag. Tvö félög í ensku úrvalsdeildinni og eitt í Skotlandi vilja fá hann í sínar raðir.

Eyða Breyta
09:39

(Staðfest)
Nottingham Forest hefur keypt framherjann reynda Glenn Murray frá Brighton. Hinn 37 ára gamli Murray var á láni hjá Watford fyrri hluta tímabils.

Eyða Breyta
09:37
Pússluspil!
Leicester vill fá Nathaniel Chalobah, miðjumann Watford. Brendan Rodgers þekkir leikmanninn síðan úr akademíunni hjá Chelsea.

Watford vill hins vegar ekki leyfa Chalobah að fara nema fá miðjumann í staðinn. Watford vill fá Matty Longstaff frá Newcastle en síðarnefnda liðið vill ekki leyfa honum að fara nema Hamza Choudury komi á láni frá Leicester.

Ef Leicester lánar Hamza til Newcastle þá gæti það hjálpað til við að landa Chalobah!

Eyða Breyta
09:28
Okay WBA!
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Okay Yokuslu er búinn í læknisskoðun hjá WBA en hann er að koma til félagsins frá Celta Vigo.

Eyða Breyta
09:27
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham, ætlar að hafna Trabzonspor í Tyrklandi og sitja á samningi sínum hjá Spurs út tímabilið.

Eyða Breyta
09:09
(Staðfest)

Norwich, sem er að berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið norska markvörðinn Orjan Nyland í sínar raðir. Hann var síðast hjá Aston Villa.


Eyða Breyta
09:06
Liverpool mun væntanlega kaupa miðvörðinn Ben Davies frá Preston á tvær milljónir punda í dag. Þessi 25 ára gamli leikmaður er á leið í læknisskoðun hjá ensku meisturunum.

Joe Gomez, Virgil Van Dijk og Joel Matip, miðverðir Liverpol, eru allir á meiðslalistanum í augnablikinu.

Eyða Breyta
09:04
Derby er að reyna að fá varnarmanninn unga Teden Mengi á láni frá Manchester United.

Eyða Breyta
09:03

(Staðfest)
Jonas Lössl, markvörður Everton, er farinn heim til Danmerkur þar sem hann samdi við meistarana í Midtjylland.

Eyða Breyta
08:27
Kjartan Henry hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi Max-deildina en það verður ekki fyrr en í maí eða júlí eftir að hann samdi við Esbjerg.

Kjartan Henry mun þó líklega ganga í raðir KR en ekki Vals miðað við orð hans í viðtali við Fótbolta.net.

Smelltu hér til að lesa viðtalið

Eyða Breyta
08:15
Vicente Guaita, markvörður Crystal Palace, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2023. Guatia hafði verið orðaður við Real Sociedad á dögunum.

Eyða Breyta
08:07

(Staðfest)!
Kjartan Henry Finnbogason hefur samið við Esbjerg í Danmörku. Kjartan rifti samningi við Horsens á laugardag og virtist vera á leið heim í Pepsi Max-deildina. Nú er ljóst að það gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi í vor

Eyða Breyta
08:00
Gluggadagsslúðurpakkinn er klár!

Það eiga án efa eftir að bætast við fleiri óvænt tíðindi í dag!

Eyða Breyta
07:43

Ainsley Maitland-Niles fer líklega frá Arsenal á láni í dag. Newcastle, Southampton og Leicester eru að berjast um hann.

Eyða Breyta
07:40
Southampton og Bournemouth eru að ræða um skipti á framherjunum Joshua King og Shane Long. King gæti spilað með Southampton út tímabilið og Long farið til Bournemouth.

Eyða Breyta
07:39
David Ornstein hjá The Athletic segir að Dele Alli fari ekki til PSG í dag. Hann mun klára tímabilið með Tottenham.

Eyða Breyta
07:30


Góðan daginn!

Hér verður fylgst með öllu því helsta sem gerist á gluggadeginum.

Ben Davies, miðvörður Preston, er sagður á leið til Liverpool og Leicester er að reyna að styrkja sóknarleikinn fyrir toppbaráttuna framundan.

Dele Alli hefur verið orðaður við PSG allan janúar mánuð og þá gætu orðið einhverjar hreyfingar á leikmannahópi Arsenal í dag. Fylgist með!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner