Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albrighton til West Brom á láni (Staðfest)

Hinn 33 ára gamli Marc Albrighton er genginn til liðs við West Brom á láni frá Leicester.


Albrighton gekk til liðs við Leicester árið 2014 en hann var í liðinu sem varð eftirminnilega Englandsmeistari tímabilið 2015/16. Þá var hann einnig hluti af liðinu sem vann FA bikarinn 2020/21.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti undanfarin ár en hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum í deildinni á þessari leiktíð.

Albrighton er annar leikmaðurinn sem West Brom nældi í á gluggadeginum en Nathaniel Chalobah gekk einnig til liðs við félagið.


Athugasemdir
banner
banner