Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Víðir og SR á sigurbraut
Víðir fór á Samsung-völlinn og vann.
Víðir fór á Samsung-völlinn og vann.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Víðir Garði er með fjögur stig í þriðja sæti Riðils 1 í B-deild Lengjubikars karla eftir sigur á KFG á Samsung-vellinum.

Bjarni Fannar Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu. Það var fyrsta og eina mark leiksins því hvorugt liðið náði að koma boltanum í netið eftir það.

Víðir, sem er í 2. deild, gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Augnabliki og er því með fjögur stig núna. KFG féll úr 2. deild í fyrra og er án stiga eftir tvo leiki í Lengjubikarnum.

Það var einnig leikið í C-deild í dag þar sem SR, Skautfélag Reykjavíkur, hafði betur gegn Vatnaliljum. Bæði lið eru í 4. deild.

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 45 ára gamall, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir SR, en lokatölur voru 4-1. Bæði lið voru að leika sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í ár.

B-deild, Riðill 1
KFG 0 - 1 Víðir
0-1 Bjarni Fannar Bjarnson ('9)

C-deild, Riðill 5
SR 4 - 1 Vatnaliljur
1-0 Hjörtur Júlíus Hjartason ('23)
2-0 Hrafn Ingi Jóhannsson ('40, víti)
2-1 Andri Már Hannesson ('74)
3-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('87)
4-1 Bragi Friðriksson ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner