Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Dramatískt jafntefli í Suðurnesjaslagnum - Markaveisla á ÍR-vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var markaveisla í Lengjubikarnum í kvöld. Keflavík og Grindavík áttust við í grannaslag og Valur vann ÍR.


Staðan var 2-2 í hálfleik í leik Keflavíkur og Grindavíkur en Stefan Ljubicic kom Keflvíkinum í 3-2 með marki úr víti.

Eric Vales Ramos nýr leikmaður Grindavíkur fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Grindavík tókst að jafna metin manni færri undir lok leiksins og tryggðu sér jafntefli.

Grindavík er á toppi riðilsins með tíu stig eftir fimm leiki en með átta stig en á leik til góða.

Valur lenti 2-0 undir gegn ÍR en svaraði með sex mörkum í röð en Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk. Alexander Kostic skoraði sárabótamark fyrir ÍR í lokin.

Valur er á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki en ÍR í öðru sæti með 9 stig eftir fjóra leiki. Valur er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í útsláttakeppninni.

Keflavík 3 - 3 Grindavík
1-0 Ásgeir Páll Magnússon ('15 )
1-1 Adam Árni Róbertsson ('28 )
2-1 Ígnacio Heras Anglada ('33 )
2-2 Sigurjón Rúnarsson ('36 )
3-2 Stefan Alexander Ljubicic ('54 , Mark úr víti)
3-3 Sölvi Snær Ásgeirsson ('90 )
Rautt spjald: Eric Vales Ramos, Grindavík ('77)

ÍR 3 - 6 Valur
1-0 Aron Daníel Arnalds ('8 )
2-0 Guðjón Máni Magnússon ('16 )
2-1 Birkir Már Sævarsson ('21 )
2-2 Aron Jóhannsson ('42 )
2-3 Birkir Már Sævarsson ('50 )
2-4 Patrick Pedersen ('55 )
2-5 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('71 )
2-6 Adam Ægir Pálsson ('71 )
3-6 Alexander Kostic ('90 )


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 3 1 1 15 - 4 +11 10
2.    Grindavík 5 3 1 1 9 - 10 -1 10
3.    FH 5 3 0 2 8 - 8 0 9
4.    Keflavík 5 2 2 1 12 - 11 +1 8
5.    Grótta 5 1 0 4 5 - 11 -6 3
6.    Vestri 5 0 2 3 3 - 8 -5 2
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 5 4 0 1 19 - 7 +12 12
2.    ÍR 5 3 0 2 12 - 14 -2 9
3.    Þróttur R. 5 2 1 2 7 - 9 -2 7
4.    Fylkir 5 2 0 3 9 - 8 +1 6
5.    Fram 5 1 2 2 8 - 9 -1 5
6.    ÍBV 5 1 1 3 9 - 17 -8 4
Athugasemdir
banner
banner
banner