Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 01. mars 2024 19:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Paqueta valinn í landsliðið í fyrsta sinn eftir ásakanir um veðmálasvindl
Mynd: Getty Images

Lucas Paqueta leikmaður West Ham hefur verið valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir æfingaleiki gegn Englandi og Spáni síðar í þessum mánuði.


Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hópnum síðan hann var ásakaður um veðmálasvindl en það var óvenju mikið veðjað á að hann myndi fá gult spjald í leik West Ham gegn Aston Villa á síðasta ári.

Hann var nálægt því að ganga til liðs við Manchester City í janúar en City hætti við félagaskiptin eftir að rannsókn hófst á málinu.

Hann hefur ekki verið í landsliðshópnum í síðustu þremur landsliðsgluggum en er nú mættur aftur. Paqueta meiddist um miðjan janúarmánuð en snéri til baka í 4-2 sigri liðsins gegn Brentford í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner