Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 13:00
Fótbolti.net
Helena Ólafs velur besta A-landsliðið frá upphafi
Heimavöllurinn
Helena Ólafsdóttir hefur bæði þjálfað og leikið með A-landsliðinu
Helena Ólafsdóttir hefur bæði þjálfað og leikið með A-landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsþjálfarinn og landsliðskonan Helena Ólafsdóttir fékk símtal í nýjasta þætti Heimavallarins en hún fékk það verkefni að setja saman besta byrjunarlið Íslands frá upphafi.

„Þetta spannar nokkur ár þannig að þetta var verðugt og skemmtilegt verkefni,“ sagði Helena og viðurkenndi að valið hefði jafnframt verið nokkuð erfitt.

Úr varð að fyrstu kynslóðir landsliðsins eiga ekki fulltrúa en betra utanumhald og góður árangur í seinni tíð ráða þar mestu að mati Helenu.

„Eins og við vitum hefur landslagið breyst svo mikið. Við erum að horfa hérna á marga leikmenn með yfir 100 leiki. Það er ekki það sem við áttum að venjast hér áður fyrr. Svo erum við búnar að fara þrisvar í lokakeppni EM og eðlilega eru margar í liðinu sem tilheyra þeim hópi. Það ræður svolítið úrslitum í þessu vali,“ sagði Helena en liðið hennar má sjá hér að neðan.

Hlustaðu á nýjasta þátt Heimavallarins og heyrðu Helenu fara yfir liðsvalið.
Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Vita ferða
Heimavöllurinn - Topp 6, útgöngubannið og besta lið Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner