Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. apríl 2021 23:38
Victor Pálsson
Jón Guðni í undanúrslit bikarsins - Gæti mætt Hacken
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson byrjaði í hjarta varnarinnar hjá Hammarby í kvöld sem spilaði við Trelleborgs í Svíþjóð.

Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum sænska bikarsins en Hammarby vann 3-2 eftir framlengdan leik.

Jón Guðni greindist nýlega með kórónuveiruna og var ekki með íslenska landsliðinu í verkefni vikunnar.

Jón Guðni spilaði 64 mínútur í sigrinum í dag og spilar Hammarby við lið Djurgarden í undanúrslitum.

Annað Íslendingalið, Hacken, er komið í úrslitaleikinn og spilar við annað hvort félagið.

Með Hacken leika þeir Oskar Sverrisson og Valgeir Lunddal Friðriksson en hann kom til liðsins frá Val í desember.
Athugasemdir
banner
banner