Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. apríl 2021 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Romano: Haaland kostar 150 milljónir
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano ræddi við Michael Zorc, yfirmann knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund.

Zorc staðfesti í því samtali að hann hafi fundað með Mino Raiola, umboðsmanni Erling Braut Haaland, á dögunum. Raiola er nú á ferðalagi með Alf-Inge Haaland, föður Erling, að ræða við stærstu félög Evrópu.

Haaland er með söluákvæði í samningi sínum sem tekur gildi í júní 2022 en stórveldin í Evrópu vilja tryggja sér hann strax.

Romano segir, eftir samtalið við Zorc, að Haaland sé ekki falur í sumar fyrir minna en 150 milljónir evra.

Óljóst er hversu hátt ákvæði Haaland er á næsta ári, en það er talið nema minnst 75 milljónum evra.

Raiola og Haaland hafa verið að funda með Barcelona í dag og munu svo hitta stjórnendur Real Madrid í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner