Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Amorim á Anfield og Phillips á leið heim? - Leikmenn vilja Poch í burtu
Powerade
Tekur Amorim við af Klopp?
Tekur Amorim við af Klopp?
Mynd: EPA
Einhverjir leikmenn vilja fá Pochettino í burtu frá Chelsea.
Einhverjir leikmenn vilja fá Pochettino í burtu frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekkert gengið hjá Phillips síðan hann yfirgaf Leeds.
Það hefur ekkert gengið hjá Phillips síðan hann yfirgaf Leeds.
Mynd: Getty Images
Það er annar dagur páska og slúðrið er í boði Powerade, hvað er eiginlega betra með súkkulaðinu? Það er BBC sem tekur saman það helsta í slúðrinu.Liverpool hefur blandað sér í baráttuna við Man Utd og Chelsea um Joao Neves (19) miðjumann Benfica. Neves er riftunarákvæði í samningi sínum en það þarf að greiða tæplega 103 milljónir punda til að virkja það. (O Jogo)

Man Utd og Man City hafa áhuga á Jeremie Frimpong (23) varnarmanni Bayer Leverkusen. (Sun)

Man City ætlar að reyna aftur við Lucas Paqueta (26) miðjumann West Ham í sumar. (Football Insider)

Leeds United vonast til að fá Kalvin Phillips (28) aftur frá Man City í sumar og er Leeds tilbúið að greiða 30 milljónir punda ef liðið kemst aftur upp í úrvalsdeildina. (Sun)

Newcastle ætlar að finna nýjan miðvörð í sumar eftir að fyrirliðinn Jamal Lascelles sleit krossband um helgina. Hann verður frá í 9 mánuði og til að halda í breiddina varnarlega ætlar liðið að bjóða Paul Dummett (32) nýjan samning. (Newcastle Chronicle)

Fyrrum stjóri Sheffield United, Paul Heckingbottom, er efstur á blaði Sunderland sem næsti framtíðarstjóri félagsins. (Sun)

Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í Raphinha (27) í sumar en Brasilíumaðurinn vill ekki fara. (Sport)

Stjórn Real Madrid er á því að Xabi Alonso sé hinn fullkomni kostur fyrir félagið til að taka við af Carlo Ancelotti sumarið 2026. (Matteo Moretto)

Tottenham ætlar að lána Alejo Veliz (20) til annars feálgs á næsta tímabili. Hann hefur ekki þótt fá nægilega mörg tækifæri hjá Sevilla á þessu tímabili. (Fabrizio Romano)

Sumir í leikmannahópi Chelsea hafa látið eigendur félagsins vita að þeir vilji fá inn nýjan stjóra í stað Mauricio Pochettino í lok tímabilsins. (HITC)

Ruben Amorim myndi íhuga að taka við Liverpool ef tilboðið kæmi, en hann mun ekki taka ákvörðun fyrr en í lok tímabilsins. (Correio da Manha)

Tottenham hefur blandað sér í baráttuna við Liverpool um Archie Gray (18) miðjumann Leeds og leikmann enska U21 landsliðsins. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner