Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Salah setti met í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Opta taldi tólf skottilraunir frá Mo Salah í leik Liverpool og Brighton í gær. Hann hefur aldrei tekið fleiri skottilraunir í úrvalsdeildinni og er hann sá leikmaður Liverpool, frá því að byrjað var að taka saman skottilraunir 2003-2004, sem hefur átt flestu tilraunirnar í einum leik.

Salah jafnaði tilraunafjölda Zlatan Ibrahimovic frá árinu 2016 en Zlatan reyndi tólf skot í leik Man Utd og Burnley í október það ár.

Salah var ekki alveg með miðið stillt rétt í leiknum en skoraði þó mark sem reyndist sigurmark leiksins.

Hann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð fyrir Liverpool. Hann er kominn með sextán mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu, jafnmörg og Ollie Watkins og Dominic Solanke og eru þeir tveimur mörkum á eftir Erling Braut Haaland sem er markahæstur.
Athugasemdir
banner
banner
banner