Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. maí 2021 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Alltaf markmiðið hjá Val að vinna deildina"
Á ekkert endilega von á því
Pétur Péturs
Pétur Péturs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís er að koma til baka
Fanndís er að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, það kemur mér ekkert endilega á óvart að okkur sé spáð Íslandsmeistaratitlinum. Það er alltaf markmiðið hjá Val að vinna deildina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, þegar fréttaritari heyrði í honum fyrir æfingu í morgun.

Val er spáð efsta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sjá einnig:
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Ef þú horfir á hópinn, er hann sterkari en í fyrra?

„Hann er svolítið breyttur fyrst og fremst, það eru töluvert miklar breytingar. Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem ég hef fengið inn."

Áttu von á því að taka inn leikmann fyrir mót?

„Ef eitthvað býðst þá geri ég það."

Hvernig er staðan á Mary Alice?

„Það hafa einhverjar verið að glíam við meiðsli, þar á meðal hún. Það er stutt í fyrsta leik, vonandi verða allar heilar þá."

Verður þetta tveggja hesta kapphlaup við Breiðablik?

„Ég er ekkert viss um það. Það eru töluverðar breytingar hjá þessum liðum og fleiri lið búin að styrkja sig og því á ég ekkert endilega von á því."

Lokaspurning: Hvernig er Fanndís að koma inn í hlutina aftur?

„Fanndís er helvíti hress og virkilega gaman að hafa hana á æfingum. Hún er að mjakast í rétta átt, sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner