Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. maí 2021 12:20
Aksentije Milisic
Barcelona byrjað að ræða við PSG varðandi Neymar
Á tíma sínum hjá Barca.
Á tíma sínum hjá Barca.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur sett sig í samband við PSG varðandi það að fá Neymar aftur til félagsins.

Brasilíumaðurinn er á samningi hjá PSG til næsta sumars og er framtíð hans langt því frá að vera ráðin. Hann hefur undanfarin ár verðið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona og er hann sagður vilja spila aftur með Lionel Messi.

Fyrir tveimur árum gerði Neymar allt sem hann gat til komast til Barcelona en það gekk ekki eftir. Hann hefur að undanförnu sagt að hann sé nú mjög ánægður hjá PSG.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar sé skotmark númer eitt hjá Barcelona en ekki Erling Braut Haaland. Sömu heimildir segja að Neymar sé ólmur í að snúa aftur til Börsunga.

Barcelona vonast eftir því að Neymar nái ekki að semja við frönsku meistaranna. Það myndi þýða að hann ætti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá PSG og því myndi félagið þurfa að selja hann svo það missi hann ekki frítt eftir ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner