Víkingur Reykjavík hefur tilkynnt Fylki að félagið ætli sér að hefja viðræður við Arnór Borg Guðjohnsen.
Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.
Samningur Arnórs við Fylki rennur út eftir tímabilið og mega önnur félög ræða við leikmanninn um að koma til félagsins eftir að samningurinn rennur út.
Víkingar virðast vel á tánum í samningamálum leikmanna því fyrr í dag var greint frá því að þeir væru í viðræðum við Alex Frey Elísson hjá Fram.
Arnór er tvítugur sóknarmaður sem skoraði fjögur mörk í nítján leikjum með Fylki í fyrra. Hann kom til Fylkis eftir veru hjá Swansea í Wales.
Arnór glímir þessa stundina við nárameiðsli.
Athugasemdir