fim 01. júní 2023 00:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Óttast að Karitas hafi slitið hásin
Karitas Tómasdóttir
Karitas Tómasdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Selfoss 3-0 í Bestu deild kvenna á Selfossi í kvöld. Liðið varð þó fyrir áfalli eftir klukkutíma leik þegar Karitas Tómasdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  3 Breiðablik

Hún fór af velli á 66. mínútu en Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks sagði í viðtali við Vísi.is eftir leikinn að hún sé líklega með slitna hásin.

„Það lítur út fyrir að vera hásinaslit því miður. Það er mikið högg fyrir okkur," sagði Ásmundur.

Eins og Ásmundur sagði er þetta mikið áfall fyrir liðið en Karitas hefur komið við sögu í fjórum leikjum á þessari leiktíð og spilaði 16 leiki síðasta sumar og skoraði sex mörk.

Karitas er 27 ára gömul og leikur sem miðjumaður en hún fór í Breiðablik frá Selfossi árið 2020. Hún er frá Hellu, skipti yfir í ÍBV í 3. flokki en steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki á Selfossi og lék þar frá 2013. Hún á að baki 9 A-landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner