Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Íslensku leikmennirnir vinsælir á meðal unga fólksins í Póllandi
Icelandair
Steini landsliðsþjálfari með plakatið af Karólínu Leu eftir leik.
Steini landsliðsþjálfari með plakatið af Karólínu Leu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil stemning í kringum stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu er þær spiluðu við Pólland á dögunum.

Leikurinn fór fram í Grodzisk Wielkopolski sem er lítill bær í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Poznan.

Það mættu um 1000 manns á leikinn og voru íslensku leikmennirnir mjög vinsælir á meðal áhorfenda eftir leik. Unga kynslóðin var sérstaklega spennt fyrir því að sjá okkar stelpur spila.

Sjá einnig:
Ferðaðist 600 kílómetra til að sjá Glódísi spila - „Algjört krútt"

Strákurinn sem mætti með plakat af Glódísi Perlu Viggósdóttur var ekki sá eini sem mætti með slíkt plakat. Í stúkunni voru einnig plaköt af Söru Björk Gunnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Eftir leik gáfu íslensku leikmennirnir sér tíma í áritanir og gladdi það krakkanna mjög.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, sem leikur með Wolfsburg, gaf áritanir eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner