Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 01. júlí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sampaoli óvænt hættur hjá Marseille
Jorge Sampaoli er óvænt hættur sem þjálfari franska liðsins Marseille.

Liðið endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á síðasta tímabili og tekur þátt í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

Argentínumaðurinn tók við Marseille í febrúar 2021 og skrifaði undir samning til sumarsins 2023. Hann tók við liðinu af Andre Villas-Boas.

Sampaoli er fyrrum þjálfari landsliða Argentínu og Síle og þá var hann stjóri Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner