
Valur vann 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið tryggði sér þar með farseðil á Laugardalsvöll í úrslitaleik bikarsins. Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Stjarnan
„Þeir byrja leikinn miklu betur, en við erum með reynslumikið lið sem er með mikinn karakter, við héldum ró okkar og náðum að klára þetta."
Valur verður í úrslitum Mjólkurbikarsins.
„Það er skemmtilegasti leikur ársins, nú hef ég upplifað að bæði vinna og tapa úrslitaleik bikarsins, en það er fátt sem að kemst nálægt því að vinna bikarinn."
Kristinn átti frábæran sprett í öðru marki Vals.
„Ég kann þetta ennþá, þó ég hafi spilað aftar á vellinum undanfarin ár þá er gaman að rifja upp gamla takta og sýna hvað maður getur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Valsmenn leiða í undanúrslitum eftir mark Patrick Pedersen! Kristinn Freyr átti góðan sprett inn í teig og Patrick fann glufuna???? pic.twitter.com/r3TQZzYmL2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
Athugasemdir