Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. ágúst 2021 22:57
Victor Pálsson
Arteta staðfestir að Xhaka verði áfram
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka mun spila með Arsenal á komandi tímabili en þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri liðsins, í dag.

Arteta og hans menn mættu Chelsea í æfingaleik í dag en sá leikur tapaðist 2-1 þar sem Xhaka skoraði eina mark liðsins.

Roma hefur verið sterklega orðað við leikmanninn undanfarnar vikur og voru félagaskipti talin líklegf.

„Xhaka verður áfram," var það sem Arteta sagði eftir leikinn og ljóst að hann er ekki á förum.

Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur ekki alltaf staðist væntingar á Emirates en hann kom frá Gladbach árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner