Víkingar eru mættir til Albaníu og leika þar seinni leik sinn gegn Egnatia í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Víkingar eru með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli og þurfa tveggja marka sigur til þess að tryggja sig áfram í næstu umferð.
Lestu um leikinn: Egnatia 0 - 2 Víkingur R.
Arnar Gunnlaugsson hreyfir nokkuð við liðinu frá fyrri viðureign liðanna. Gísli Gottskálk Þórðarson fær traustið eftir góða frammistöðu gegn HK. Þá er Aron Elís Þrándarson mættur í byrjunarlið Víkinga á ný eftir meiðsli, Liðið stillir upp í 4-3-3 samkvæmt UEFA.com og má sjá liðsuppstilinngu á meðfylgjandi mynd.
Byrjunarlið Víkinga
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir