Riðlakeppnin á Ólympíuleikunum í kvennaflokki lauk í gær.
Alex Putellas innsiglaði 2-1 sigur Spánverja á Brasilíu með marki seint í uppbótatíma í C-riðli. Þá vann Japan 3-1 sigur á Nígeríu. Þessi úrslit þýddu að Spánn og Japan enduðu í tveimur efstu sætunum. Þá fór Brasilía áfram með næst besta árangurinn í þriðja sæti.
Bandaríkin var með fullt hús stiga í B-riðli eftir 2-1 sigur á Ástralíu og Þýskaland vann Sambíu 4-1. Þýskaland fór áram ásamt Bandaríkjunum en Ástralía náði ekki nægilega góðum árangri til að komast áfram upp úr þriðja sætinu.
Það gerði hins vegar Kólumbía þrátt fyrir 1-0 tap gegn Kanada. Frakkland vann Nýja Sjáland og vann riðilinn en Kanada var í 2. sæti og eins og fyrr segir komst Kólumbía áfram úr 3. sætinu.
Átta liða úrslitin
Frakkland - Brasilía
Spánn - Kólumbía
Bandaríkin - Japan
Kanada - Þýskaland
Átta liða úrslitin fara fram á laugardaginn.