Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 01. ágúst 2024 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu stemningu Víkinga á Ölveri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingur er eina íslenska liðið sem eftir er í Evrópukeppni í ár eftir að liðið kom til baka eftir 2-1 sigur á Egnetia ytra í dag. Liðið tapaði fyrri leiknum í Víkinni 1-0.


Lestu um leikinn: Egnatia 0 -  2 Víkingur R.

Gísli Gottskálk Þórðarson kom sterkur inn í liðið gegn HK í síðasta deildarleik og fékk traustið í kvöld og átti stóran þátt í fyrra marki liðsins þegar skot hans fór af varnarmanni og í netið. Aron Elís Þrándarson tryggði svo Víkingum sigurinn.

Það var gríðarleg stemning á Ölveri þar sem stuðningsmenn Víkinga komu saman að horfa á leikinn. Sjáðu stemninguna þegar flautað var til leiksloka hér.

Víkingur mætir Flora frá Eistlandi í næstu umferð en fyrri leikur liðanna fer fram í Víkinni eftir viku.


Athugasemdir
banner
banner