„Í fyrri hálfleik fannst mér við opna þá vel og gefum rosalega fá færi á okkur," sagði Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis R. eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Haukum í kvöld.
Hann segir Hauka ekki hafa sótt mikið í leiknum og var hann ósáttur við hvernig Leiknismenn brugðust við þeirra fáu sóknum.
Hann segir Hauka ekki hafa sótt mikið í leiknum og var hann ósáttur við hvernig Leiknismenn brugðust við þeirra fáu sóknum.
Lestu um leikinn: Haukar 2 - 1 Leiknir R.
„Við förum í panikk þegar þeir komast í eina af tveim sóknum sínum í leiknum. Við förum tveir í skallabolta, þeir klukka seinni boltann og hann leikur inn."
„Við vorum ekki búnir að spila vörn í þessum leik, við þurftum þess ekki. Það kom okkur kannski á óvart að þeir hafi farið í eins og eina sókn," sagði Sindri.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir