Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 01. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Goretzka mun framlengja við Bayern - Gerist eftir leik Þýskalands
Leon Goretzka, leikmaður Bayern Munchen, mun skrifa undir nýjan samning við þýska félagið.

Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlarm en Goretzka hefur verið í launadeilum við Bayern í dágóðan tíma.

Joshua Kimmich var einnig í deilum við félagið en hefur nú skrifað undir til ársins 2025.

Samkvæmt þessum fregnum mun Goretzka skrifa undir og verður samningurinn tilkynntur eftir fyrsta leik Þýskalands í undankeppni HM.

Goretzka er því ekki á förum en hann hefur leikið með Bayern frá árinu 2018.

Athugasemdir