Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 08:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Guðrún og Þórdís ekki í góðum málum
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru Íslendingalið í Meistaradeild kvenna í gærdag. Íslendingalið Rosengård fór alla leið í átta-liða úrslit á síðustu leiktíð en ekki er útlit fyrir að það gerist aftur á þessu tímabili.

Rosengård mætti Hoffenheim - liðinu sem sló út Val - í gær. Guðrún Arnardóttir lék í vörn sænska liðsins sem þurfti að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli.

Hoffenheim leiddi 1-0 í hálfleik og var seinni hálfleikurinn ekki skárri hjá Rosengård.

Rosengård þarf því að vinna að minnsta kosti með þremur mörkum í Þýskalandi í næstu viku.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék með Apollon frá Kýpur sem tapaði 1-2 á heimavelli gegn Zhytlobud-1 frá Úkraínu. Þórdís, sem spilaði með Breiðabliki fyrr á tímabilnu, lék allan leikinn fyrir Apollon sem þarf að koma til baka á útivelli í næstu viku.

Þá kom Cloe Lacasse, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, inn á sem varamaður á 50. mínútu er Benfica frá Portúgal gerði 1-1 jafntefli gegn Twente frá Hollandi.

Arsenal vann 3-0 sigur á Slavia Prag, og Real Madrid og Manchester City skildu jöfn, 1-1.

Sigurliðin úr þessum einvígum verða á meðal 16-liða sem taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik spilar í dag fyrri leik sinn við Osijek frá Króatíu á þessu stigi keppninnar. Leikurinn er í Króatíu og hefst 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner