Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 01. september 2022 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Boubacar Traore til Wolves (Staðfest)
Mynd: EPA

Wolverhampton Wanderers eru búnir að næla sér í Boubacar Traore á lánssamningi út tímabilið með tæplega 10 milljón punda kaupmöguleika.


Traore er 21 árs miðjumaður frá Malí sem spilaði 27 deildarleiki er Metz féll úr Ligue 1 á síðustu leiktíð. Hann er varnarsinnaður miðjumaður og með leiki að baki fyrir yngri landslið Malí.

Hann tekur við stöðu Leander Dendoncker í leikmannahópinum og mun berjast við Joao Moutinho um sæti í byrjunarliðinu.

Traore á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við Marseille og gæti verðmiðinn á honum því lækkað næsta sumar, nema hann eigi draumatímabil með Úlfunum.

Traore er fimmti leikmaðurinn til að ganga í raðir Úlfanna í sumar eftir Sasa Kalajdzic, Nathan Collins, Goncalo Guedes og Matheus Nunes.

Þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir og eiga eftir að vinna fótboltaleik á nýju úrvalsdeildartímabili.


Athugasemdir
banner
banner