fim 01. september 2022 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Braithwaite loksins búinn að rifta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Martin Braithwaite er búinn að rifta samningi sínum við Barcelona og lýkur þar með tveggja og hálfs dvöl hans hjá félaginu. Félagið hefur staðfest tíðindin.

Braithwaite kom til félagsins frá Leganes á undanþágu í febrúar 2020 þegar Ousmane Dembele meiddist alvarlega.

Danski landsliðsframherjinn er 31 árs og skoraði hann tíu mörk í 58 leikjum fyrir Barcelona. Félagið vildi losa hann síðasta sumar en tókst það ekki og hefur í allt sumar reynt að finna lausn á samningsmálum Braithwaite. Leikmaðurinn átti inni launagreiðslur og vildi ekki fara fyrr en hann fengi greitt frá Barcelona.

Hann er núna á leið til Espanyol og mun gera þriggja ára samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner