fim 01. október 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Athöfnin hefst klukkan 15:00
Mynd: Getty Images
Aðeins 39 dagar eru síðan Bayern München vann Paris St-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en samt sem áður er komið að því að draga í riðlakeppnina á nýju tímabili.

Athöfnin hefst klukkan 15:00 og fer fram í Genf í Sviss. Fylgst verður með í beinni lýsingu á Twitter aðgangi Fótbolta.net.

Hægt er að horfa á Meistaradeildardráttinn á heimasíðu UEFA

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 20. október en úrslitaleikurinn þetta tímabilið mun fara fram í Istanbúl í Tyrklandi.

Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München, Juventus, Liverpool, Paris Saint-Germain, Porto, Real Madrid, Sevilla, Zenit í Pétursborg.

Annar styrkleikaflokkur: Atletico Madrid, Ajax, Barcelona, Borussia Dortmund, Chelsea, Manchester City, Manchester United, Shakhtar Donetsk.

Þriðji styrkleikaflokkur: Atalanta, Dynamo Kiev, Inter, Lazio, Olympiakos, RB Leipzig, Krasnodar, Red Bull Salzburg.

Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Marseille, Club Brugge, Borussia Mönchengladbach, Istanbul Basaksehir, Ferencvaros, Rennes, Midtjylland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner