Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. október 2020 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins: Hvet Kjartan til að vera lengur úti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitaði því að KR væri búið að setja sig í samband við Kjartan Henry Finnbogason sem er sagður vera á förum frá Vejle.

Kjartan Henry hefur verið utan hóps síðustu tvo leiki og er ekki sáttur með stöðu sína hjá Vejle, en hann var markahæsti maður félagsins á síðustu leiktíð.

„Við höfum ekkert heyrt í Kjartani. Auðvitað myndum við vilja fá hann en þetta er alltaf sama sagan. Hann er leikmaður sem við viljum fá í KR ef hann ætlar sér heim, það er engin spurning," sagði Rúnar.

„Ég hef hvatt alla þessa stráka sem eru að spila úti til þess að reyna að hanga og tóra úti eins lengi og þeir geta meðan þeir geta fengið fínan pening og lifað góðu lífi. Þegar þú ert kominn heim þá er þetta stundum smá endastöð þannig ég hvet Kjartan til að vera áfram úti.

„Ég vil endilega fá hann í KR ef hann kemur til Íslands og ákveður að flytja með fjölskylduna sína hingað. Hann er uppalinn KRingur og gerði frábæra hluti fyrir mig á þeim tíma sem við unnum saman hér fyrir nokkrum árum. Hann yrði mikill fengur fyrir okkur."

Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner