Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 01. október 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adda er hætt í fótbolta - „Man í fyrra þegar ég sá Kára og Sölva"
Kvenaboltinn
Adda með skjöldinn.
Adda með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hún lék í dag sinn síðasta leik á glæstum ferli er Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það er orðið svolítið síðan ég ákvað þetta. Þetta er sætt, ég er stolt af ferlinum og mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég fékk heilræði hjá manni innan félagsins sem sagði mér að ég myndi finna það þegar ég yrði tilbúin til að hætta. Ég finn það núna."

„Ég fór að hugsa það fyrir mót og um mitt mót að það væri farið að síga á seinni hlutann. Ég er búin að vera mikið meidd og búin að koma til baka eftir tvær barneignir."

„Það er eiginlega lygilegt að fá að enda þetta sem tvöfaldur meistari... ég man í fyrra þegar ég sá Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) að mér fannst það æðislegt að sjá það. Ég hugsaði um að það yrði frábært að enda eins og þeir. Það er draumi líkast að fá að enda þetta með öllum í Val svona," segir Adda en Kári og Sölvi urðu báðir tvöfaldir meistarar með Víkingum í fyrra og hættu svo.

Hvað tekur við núna?

„Ég ætla að fá að njóta þess að fara í frí með fjölskyldunni og svo sé ég hvað ég mun gera."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner