Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 01. október 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adda er hætt í fótbolta - „Man í fyrra þegar ég sá Kára og Sölva"
Kvenaboltinn
Adda með skjöldinn.
Adda með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hún lék í dag sinn síðasta leik á glæstum ferli er Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það er orðið svolítið síðan ég ákvað þetta. Þetta er sætt, ég er stolt af ferlinum og mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég fékk heilræði hjá manni innan félagsins sem sagði mér að ég myndi finna það þegar ég yrði tilbúin til að hætta. Ég finn það núna."

„Ég fór að hugsa það fyrir mót og um mitt mót að það væri farið að síga á seinni hlutann. Ég er búin að vera mikið meidd og búin að koma til baka eftir tvær barneignir."

„Það er eiginlega lygilegt að fá að enda þetta sem tvöfaldur meistari... ég man í fyrra þegar ég sá Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) að mér fannst það æðislegt að sjá það. Ég hugsaði um að það yrði frábært að enda eins og þeir. Það er draumi líkast að fá að enda þetta með öllum í Val svona," segir Adda en Kári og Sölvi urðu báðir tvöfaldir meistarar með Víkingum í fyrra og hættu svo.

Hvað tekur við núna?

„Ég ætla að fá að njóta þess að fara í frí með fjölskyldunni og svo sé ég hvað ég mun gera."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir