Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 01. október 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adda er hætt í fótbolta - „Man í fyrra þegar ég sá Kára og Sölva"
Kvenaboltinn
Adda með skjöldinn.
Adda með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hún lék í dag sinn síðasta leik á glæstum ferli er Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það er orðið svolítið síðan ég ákvað þetta. Þetta er sætt, ég er stolt af ferlinum og mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég fékk heilræði hjá manni innan félagsins sem sagði mér að ég myndi finna það þegar ég yrði tilbúin til að hætta. Ég finn það núna."

„Ég fór að hugsa það fyrir mót og um mitt mót að það væri farið að síga á seinni hlutann. Ég er búin að vera mikið meidd og búin að koma til baka eftir tvær barneignir."

„Það er eiginlega lygilegt að fá að enda þetta sem tvöfaldur meistari... ég man í fyrra þegar ég sá Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) að mér fannst það æðislegt að sjá það. Ég hugsaði um að það yrði frábært að enda eins og þeir. Það er draumi líkast að fá að enda þetta með öllum í Val svona," segir Adda en Kári og Sölvi urðu báðir tvöfaldir meistarar með Víkingum í fyrra og hættu svo.

Hvað tekur við núna?

„Ég ætla að fá að njóta þess að fara í frí með fjölskyldunni og svo sé ég hvað ég mun gera."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner