Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 01. október 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adda er hætt í fótbolta - „Man í fyrra þegar ég sá Kára og Sölva"
Kvenaboltinn
Adda með skjöldinn.
Adda með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hún lék í dag sinn síðasta leik á glæstum ferli er Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það er orðið svolítið síðan ég ákvað þetta. Þetta er sætt, ég er stolt af ferlinum og mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég fékk heilræði hjá manni innan félagsins sem sagði mér að ég myndi finna það þegar ég yrði tilbúin til að hætta. Ég finn það núna."

„Ég fór að hugsa það fyrir mót og um mitt mót að það væri farið að síga á seinni hlutann. Ég er búin að vera mikið meidd og búin að koma til baka eftir tvær barneignir."

„Það er eiginlega lygilegt að fá að enda þetta sem tvöfaldur meistari... ég man í fyrra þegar ég sá Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) að mér fannst það æðislegt að sjá það. Ég hugsaði um að það yrði frábært að enda eins og þeir. Það er draumi líkast að fá að enda þetta með öllum í Val svona," segir Adda en Kári og Sölvi urðu báðir tvöfaldir meistarar með Víkingum í fyrra og hættu svo.

Hvað tekur við núna?

„Ég ætla að fá að njóta þess að fara í frí með fjölskyldunni og svo sé ég hvað ég mun gera."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir