
Víkingur R. varð í dag bikarmeistari í þriðja sinn í röð og í fjórða sinn í sögu félagsins er það vann FH, 3-2, á Laugardalsvelli.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Víkingur komst yfir með sjálfsmarki Ástbjörns Þórðarsonar áður en Oliver Heiðarsson svaraði stuttu síðar.
Undir lok leiks kom Nikolaj Hansen Víkingum yfir en slæm mistök Ingvars Jónssonar sendu leikinn í framlengingu. Nikolaj gerði annað mark sitt í leiknum í upphafi hennar og dugði það til að vinna leikinn.
Víkingar fögnuðu vel og innilega í leikslok en hér fyri neðan má sjá þegar leikurinn var flautaður af og þegar bikarinn fór loks á loft.
BÚIÐ! Víkingur er bikarmeistari árið 2022. Til hamingju Víkingar. pic.twitter.com/MMqtlQg6R6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Mjólkurbikarinn farinn á loft pic.twitter.com/RsSmw2lI1q
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
4 af 7 titlum síðustu 4 ár í Víkina. Þetta lið orðið að a dynasty eins og Kanarnir mínir myndu kalla það. Plús rosalegasta Evrópu-run sem sést hefur lengi þar sem við komum fjórða Evrópusætinu heim aftur. Takk. #Vikes #EuroVikes #Wikes #DubNation
— David Steinn (@davidsteinn) October 1, 2022
Athugasemdir