Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 01. október 2023 22:40
Elvar Geir Magnússon
„Hlýtur að vera nýtt Íslandsmet“ - Fékk rautt hálfri mínútu eftir að hann kom inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Þór Guðmundsson leikmaður Keflavíkur fékk rautt spjald 38 sekúndum eftir að hann kom inn af bekknum í tapi liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni í dag.

Sindri kom inn og um 21 sekúndu eftir að leikurinn fór í gang fékk hann rautt spjald.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Fylkir

„Fer í bilaða tæklingu á Nikulás Val og frá mér séð fær hann réttilega rautt spjald. Sennilega aðeins of peppaður í verkefnið og ætlað að láta heldur betur finna fyrir sér með þessum leiðinda afleiðingum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu sinni um leikinn.

„21 sekúnda, það hlýtur að vera nýtt Íslandsmet" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn.

Vísir birti myndband af þessu atviki og það má sjá hér að neðan.


Haraldur Freyr: Viljum ekki taka lengur þátt í leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner