Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 01. október 2023 20:38
Kári Snorrason
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 ÍBV

„Þetta var ógeðslega svekkjandi, ömurlegt að þurfa að fá á sig mark í fyrri hálfleik eins og atburðarásin í því atviki var."

Ómar var vægast sagt ekki sáttur með Vilhjálm Alvar

„Fyrst er ég ekki sáttur með það hvernig við verjumst gagnhvart því hvernig þeir komist í þessa stöðu. Svo er ég virkilega ósáttur með að það hafi dæmt víti. Ég get ekki séð annað og get ekki heyrt annað í kring um mig annað en það að þetta hafi verið rangur dómur.
Það er mjög stutt síðan að hann dæmdi víti á okkur þegar að Faqa brýtur af sér fyrir utan teig.
Hann (Vilhjálmur Alvar) byrjar heimsókn sína í Kórnum á að biðjast afsökunar á því. Svo ef það er rétt að þetta var ekki víti, þá dugar engar afsökunarbeiðni frá þeim þegar það er svona mikið undir og svona stór móment sem ráða úrslitum."


HK er í fallhættu fyrir lokaumferðina

„Við erum búnir að vera í óþægilegri stöðu síðan að við töpuðum fyrir Keflavík úti. Það breytist ekkert mikið, við komum okkur í óþægilega stöðu í síðustu leikjum og erum í henni áfram og höfum ekki náð að koma okkur úr henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner