Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 01. október 2023 20:38
Kári Snorrason
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr afar umdeildri vítaspyrnu. Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 ÍBV

„Þetta var ógeðslega svekkjandi, ömurlegt að þurfa að fá á sig mark í fyrri hálfleik eins og atburðarásin í því atviki var."

Ómar var vægast sagt ekki sáttur með Vilhjálm Alvar

„Fyrst er ég ekki sáttur með það hvernig við verjumst gagnhvart því hvernig þeir komist í þessa stöðu. Svo er ég virkilega ósáttur með að það hafi dæmt víti. Ég get ekki séð annað og get ekki heyrt annað í kring um mig annað en það að þetta hafi verið rangur dómur.
Það er mjög stutt síðan að hann dæmdi víti á okkur þegar að Faqa brýtur af sér fyrir utan teig.
Hann (Vilhjálmur Alvar) byrjar heimsókn sína í Kórnum á að biðjast afsökunar á því. Svo ef það er rétt að þetta var ekki víti, þá dugar engar afsökunarbeiðni frá þeim þegar það er svona mikið undir og svona stór móment sem ráða úrslitum."


HK er í fallhættu fyrir lokaumferðina

„Við erum búnir að vera í óþægilegri stöðu síðan að við töpuðum fyrir Keflavík úti. Það breytist ekkert mikið, við komum okkur í óþægilega stöðu í síðustu leikjum og erum í henni áfram og höfum ekki náð að koma okkur úr henni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner