Mario Balotelli yfirgaf herbúðir tyrkneska félagsins Adana Demirspor í sumar en hann var hjá félaginu tímabilið 2021-2022 og samdi aftur við liðið síðasta sumar.
Greint var frá því í síðasta mánuði að indverska félagið Kerala Blasters hafi hafnað því tilboði að fá hann til liðs við sig.
Spænskir fjölmiðlar greina nú frá því að Intercity hafi boðið honum samning en félagið leikur í þriðju efstu deild þar í landi og eru viðræður í gangi.
Þessi 34 ára gamli ítalski framherji hefur leikið með liðum á borð við Inter, Milan, Man City og Liverpool á ferlinum. Hann lék 36 landsleiki og skoraði í þeim 16 mörk.
Athugasemdir