Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýja þjálfarann
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong er mættur aftur í leikmannahópinn hjá Barcelona.

Hann varð fyrir ökklameiðslum í El Clasico leik gegn Real Madrid í apríl síðastliðnum.

Núna fimm mánuðum síðar er hann búinn að jafna sig og er klár í næsta verkefni með Barcelona sem er gegn Young Boys í Meistaradeildinni.

Hann er einn af 23 leikmönnum Barcelona sem valinn hefur verið í hópinn.

Barcelona hefur farið mjög vel af stað undir stjórn Hansi Flick og er liðið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig úr átta leikjum. De Jong gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir nýja þjálfarann í kvöld.
Athugasemdir
banner