Frenkie De Jong, miðjumaður Barcelona, hefur átt í erfiðleikum í ár en hann hefur þrisvar verið fjarverandi vegna ökklameiðsla.
Hann hefur ekkert spilað síðan í apríl en hann hefur misst af 39 leikjum á þessu ári fyrir Barcelona og hollenska landsliðsins.
Hann segir að öll þessi meiðsli hafi tekið mikið á andlegu hliðina.
„Að hafa meiðst þrisvar sinnum á sama ökkla hefur valdið smá andlegu áfalli. Ég er hægt og rólega að fá sjálfstraust til að sparka fast í boltann og fara af krafti í tæklingar, ég kem fljótt aftur. Þetta er mjög pirrandi fyrir mann sem lifir fyrir fótboltann," sagði De Jong.
Athugasemdir