Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   þri 01. október 2024 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorri Stefán skiptir alfarið í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Stefán Þorbjörnsson er genginn alfarið í raðir Fram frá Lyngby og skrifar hann undir þriggja ára samning í Úlfarsárdal. Hann er því samningsbundinn út tímabilið 2027.

Þorri hefur leikið á láni með Fram á tímabilinu og sagði frá því fyrr á þessu ári að hans vilji væri að yfirgefa Lyngby.

Þorri er 18 ára, U19 landsliðsmaður, sem samdi við Lyngby síðasta sumar. Hann er uppalinn hjá Fram en hélt í FH fyrir tímabilið 2022 og var þar í eitt og hálft ár áður en hann samdi í Danmörku.

Þorri er byrjunarliðsmaður hjá Fram, hefur spilað 22 af 24 leikjum liðsins og hefur Fram tapað báðum leikjunum sem hann hefur misst af.

„Þorri hefur heldur betur stimplað sig vel inn í sumar og fangað hug og hjörtu allra Framara. Við hlökkum mikið til að sjá hann vaxa og dafna enn frekar á næstu árum í bláu treyjunni," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner