Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Enginn getur fyllt hans skarð“
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: EPA
Pierre-Emile Höbjerg.
Pierre-Emile Höbjerg.
Mynd: EPA
Marseille og Tottenham mætast í lokaumferð D-riðils Meistaradeildarinnar í kvöld og enska liðið þarf að ná jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta Meistaradeildarleik. Hann verður í stúkunni og má ekki vera í neinu sambandi við sína menn í kringum leikinn.

„Enginn getur fyllt hans skarð en við þjöppum okkur saman, við verðum að komast í gegnum þetta saman," segir Pierre-Emile Höjbjerg, miðjumaður Tottenham.

Það má búast við spennuþrungnu kvöldi á Stade Velodrome vellinum en Tottenham hefur aldrei unnið franskt lið á útivelli í Evrópukeppni.

„Allt þjálfarateymið er vel undirbúið og við gerum það besta úr stöðunni þó stjórinn sé fjarverandi. Hann er frábær þjálfari og risastór hluti ef liðinu en sem betur fer erum við vel mannaðir varðandi þjálfarateymi og leikmenn," segir Höjbjerg.

Auk Conte vantar líka öfluga leikmenn. Richarlison, Dejan Kulusevski og Cristian Romero verða allir fjarri góðu gamni í kvöld.

D-riðill:
20:00 Sporting - Eintracht Frankfurt
20:00 Marseille - Tottenham

1. Tottenham 8 stig
2. Sporting Lissabon 7 stig
3. Eintracht Frankfurt 7 stig
4. Marseille 6 stig

Langjafnasti riðillinn. Öll fjögur liðin vita að sigur mun tryggja sæti í útsláttarkeppninni. Öll liðin eiga möguleika á að vinna riðilinn en Tottenham er öruggt með toppsætið með sigri.

Tottenham og Sporting þurfa jafntefli til að komast áfram. Ef Tottenham tapar endar liðið í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner