Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. desember 2019 18:32
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Dramatískur sigur Leicester - Man Utd gerði jafntefli
Mynd: Getty Images
Leikmenn Leicester fagna sigurmarki Kelechi Iheanacho.
Leikmenn Leicester fagna sigurmarki Kelechi Iheanacho.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu, þar mættust Manchester United og Aston Villa og á sama tíma áttust Leicester City og Everton við á King Power vellinum.

Það var boðið upp á fjörugan leik á Old Trafford í Manchester. Þar byrjuðu gestirnir frá Birmingham betur en þeir komust yfir á 11. mínútu með marki Jack Grealish.

Á 42. mínútu jöfnuðu heimamenn, þá skallaði Marcus Rashford að marki Villa-manna. Boltinn fór í stöngina og hafði viðkomu í Tom Heaton áður en hann fór í netið, markið var skráð sem sjálfsmark. Staðan 1-1 í hálfleik.

Victor Lindelöf skallaði boltann í netið á 64. mínútu og kom heimamönnum þar með í forystu, sú forysta stóð ekki lengi því Villa-menn tóku miðju og fóru í sókn sem endaði með því að Tyrone Mings kom boltanum í netið. Staðan aftur orðin jöfn.

Ekki var meira skorað og 2-2 jafntefli því niðurstaðan á Old Trafford. Þetta er annar deildarleikur Manchester United í röð sem endar með jafntefli, þeir eru nú í 9. sæti með 18 stig. Aston Villa er í 15. sæti með 15 stig.

Manchester Utd 2 - 2 Aston Villa
0-1 Jack Grealish ('11 )
1-1 Thomas Heaton ('42 , sjálfsmark)
2-1 Victor Lindelof ('64 )
2-2 Tyrone Mings ('66 )

Á King Power vellinum í Leicester fengu heimamenn Everton í heimsókn eins og fyrr segir.

Fyrirfram var Leicester talið vera líklegra liðið, það voru hins vegar gestirnir í Everton sem byrjuðu betur og komust yfir með marki Richarlison á 23. mínútu, Djibril Sidibe lagði upp markið.

Það dró næst til tíðinda á 68. mínútu þegar Leicester náði að jafna metin. Þá skoraði Jamie Vardy sitt 13 deildarmark á tímabilinu. Staðan orðin 1-1 og allt stefndi í jafntefli þegar Kelechi Iheanacho kom boltanum í netið í uppbótartíma, fyrst var dæmd rangstaða en VAR leiðrétti það og dæmt var mark sem tryggði Leicester ótrúlegan sigur.

Frábær innkoma Kelechi Iheanacho sem lagði upp mark jöfnunarmarkið og skoraði svo sigurmarkið. Leicester er eftir sigurinn með 32 stig í 2. sæti, 8 stigum á eftir toppliði Liverpool. Staða Everton er hins vegar mjög slæm, þeir eru í 17. sæti og stóra spurningin er hvort að dagar Marco Silva hjá Everton séu nú taldir.

Leicester City 2-1 Everton
0-1 Richarlison ('23)
1-1 Jamie Vardy ('68)
2-1Kelechi Iheanacho ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner