Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 01. desember 2020 06:00
Victor Pálsson
Ziyech mikill aðdáandi Hazard
Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea, er mikill aðdáandi Eden Hazard sem yfirgaf einmitt félagið í fyrra.

Hazard var einn besti leikmaður Chelsea í mörg ár en Real Madrid keypti hann fyrir 150 milljónir punda síðasta sumar.

Ziyech var í kjölfarið fenginn til enska liðsins og hefur byrjað vel með sínu nýja félagi eftir dvöl hjá Ajax.

„Eden er leikmaður í heimsklassa. Það er mikil hvatning hvernig hann spilar leikinn," sagði Ziyech.

„Þú fylgist alltaf með litlu hlutunum og hvernig hann spilar - ég get lært mikið af honum."

Athugasemdir
banner