
„Allir heima sem sáu leikinn þola ekki Suarez. Hann er hetja í Úrúgvæ en fólkið í Gana lítur á hann sem svindlara. Fólk hatar hann," sagði Asamoah Gyan fyrrum landsliðsmaður Gana.
Gyan var í landsliðinu á HM 2010 þegar liðið mætti Úrúgvæ í 16 liða úrslitum en tapaði eftir vítaspyrnukeppni.
Gana fékk vítaspyrnu í framlengingunni eftir að Luis Suarez varði boltann með frábærri markvörslu sem hvaða markvörður sem er yrði stoltur af.
Gyan steig á punktinn og klikkaði. Hann er enn að jafna sig á því.
„Vítaklúðrið mun halda áfram að vera mikil dæld á ferlinum. Ég skil hversu mikil sorg er í hjörtu Ganverja . Ég klikkaði á þesari vítaspyrnu og finn fyrir sektarkennd og sársauka útaf því. Stundum vakna ég á morgnana og rifja upp minningar frá þessum degi og tapa ánægjunni," sagði Gyan.
Gana mætir Úrúgvæ á morgun. Gana er öruggt með að komast áfram ef liðið vinnur Úrúgvæ. Gana kemst áfram með jafntefli ef Suður-Kórea vinnur ekki Portúgal.
Úrúgvæ verður að vinna og treysta á að Suður-Kórea vinni ekki Portúgal. Markatala ræður úrslitum ef Úrúgvæ og Suður-Kórea vinna bæði.