
Hansi Flick þjálfari þýska landsliðsins vildi ekkert tjá sig um það hvort hann sé búinn að þjálfa sinn síðasta landsleik en það er mikil ólga í Þýskalandi eftir vonbrigðin á HM í ár.
Þýskalandi hefur ekki gengið vel síðustu ár en liðið varð heimsmeistari árið 2014 en hefur ekki riðið feitum hesti síðan.
Það eru aðeins 15 mánuðir síðan Flick skrifaði undir þriggja ára samning við þýska sambandið en fólk er farið að kalla eftir því að hann segi af sér.
„Við munum vinna fljótt úr þessu, það er erfitt að svara þessu núna strax eftir leikinn. Þetta kemur í ljós fljótlega," sagði Flick.
Athugasemdir