Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   fim 01. desember 2022 16:25
Elvar Geir Magnússon
Mike Dean orðinn sjónvarpsstjarna í Katar
Dómarinn litríki Mike Dean hefur farið á kostum á HM í Katar en þar er hann sérfræðingur beIN Sports sjónvarpsstöðvarinnar. Hann er með dagskrárlið í HM umfjöllun stöðvarinnar sem kallast 'The Dean Machine' þar sem hann skoðar dómgæslu mótsins á léttan hátt.

Dean hefur orðið vinsælasti sérfræðingur stöðvarinnar á mótinu og var á vaktinni í gær þegar Argentína og Pólland mættust. Í þeim leik fékk Argentína umdeilt víti.

Dean, sem er búinn að leggja flautuna á hilluna en starfar sem sérhæfður VAR dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að vítaspyrna hefði aldrei verið dæmd í enska boltanum fyrir þetta.

Dómgæslan hefur verið mikið til umræðu á HM og nóg að gera hjá Mike Dean að kryfja málin.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner