Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason verður sérstakur heiðursgestur á leik Augsburg og Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni á sunnudag.
Alfreð, sem er 34 ára gamall, spilaði með Augsburg frá 2016 til 2022, en hann yfirgaf félagið þegar samningur hans rann út og samdi við Lyngby.
Framherjinn er markahæsti leikmaður Augsburg í þýsku deildinni með 37 mörk, en hann fékk aldrei að kveðja almennilega og því var ákveðið að fá hann á leikinn um helgina.
Hann verður heiðraður á Augsburg Arena fyrir hans framlag í þágu félagsins, en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum í gær.
Alfreð og hans menn í Eupen í Belgíu mæta Kortrijk á morgun í belgísku deildinni og getur hann því verið viðstaddur þennan sérstaka viðburð á sunnudag með Augsburg.
Geschäftsführer Ströll zum Wiedersehen: „Alfred Finnbogason hat als Rekord-Torschütze in der FCA-Bundesliga-Geschichte viel für den FCA geleistet, umso mehr freut es uns, dass sein Spielplan nach mehreren Versuchen nun endlich einen Besuch bei uns in der WWK ARENA möglich macht." pic.twitter.com/lj18rJpOr8
— FC Augsburg (@FCAugsburg) November 30, 2023
Athugasemdir