Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð heiðraður í Augsburg
Alfreð Finnbogason skoraði 37 deildarmörk á tíma sínum í Augsburg
Alfreð Finnbogason skoraði 37 deildarmörk á tíma sínum í Augsburg
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason verður sérstakur heiðursgestur á leik Augsburg og Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni á sunnudag.

Alfreð, sem er 34 ára gamall, spilaði með Augsburg frá 2016 til 2022, en hann yfirgaf félagið þegar samningur hans rann út og samdi við Lyngby.

Framherjinn er markahæsti leikmaður Augsburg í þýsku deildinni með 37 mörk, en hann fékk aldrei að kveðja almennilega og því var ákveðið að fá hann á leikinn um helgina.

Hann verður heiðraður á Augsburg Arena fyrir hans framlag í þágu félagsins, en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum í gær.

Alfreð og hans menn í Eupen í Belgíu mæta Kortrijk á morgun í belgísku deildinni og getur hann því verið viðstaddur þennan sérstaka viðburð á sunnudag með Augsburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner