Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 02. janúar 2023 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte: Erum ekki að fara kaupa leikmenn eins og Casemiro
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tap Tottenham gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni í gær ræddi Antonio Conte, stjóri Spurs, við fjölmiðla.

Hann var spurður út í félagaskiptamarkaðinn sem opnaði í gær og hvað hægt væri að gera til að styrkja leikmannahópinn.

„Ég skil pirring stuðningsmanna því þeir vilja landa titlum og lyfta bikurum. Ég skil allt og alla. En á sama tíma, er það mín skoðun og það sem ég hef lært hér hjá félaginu, þá verðuru að vera þolinmóður og hafa tíma til að reyna bæta þig."

„Þú mátt ekki gera mistök á markaðnum og þú verður líka að vera þolinmóður með leikmennina sem þú ætlar að fá, bíða eftir að þeir þróist og aðlagist. Þú getur fengið inn leikmenn sem eru þrítugir, með reynslu og stóra sigra á bakinu, Casemiro sem dæmi. En það er ekki sýn félagsins og þess vegna þarftu að halda áfram að vinna og vera þolinmóður"

„Ég skil alla, en á sama tíma má pirringurinn ekki verða vandamál, en við ætlum að bæta okkur og minnka bilið í önnur félög,"
sagði Conte.

Conte nefndi Casemiro sem reynslumikinn leikmann sem hefur unnið stóra sigra. Brasilíumaðurinn er þrítugur varnarsinnaður miðjumaður sem Manchester United keypti frá Real Madrid á 60 milljónir punda í sumar. Casemiro hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina á sínum ferli, vann spænsku deildina þrisvar og spænska bikarinn þrisvar.
Athugasemdir
banner
banner