Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. janúar 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gakpo enn að bíða eftir atvinnuleyfi
Mynd: Getty Images
Í upphitun fyrir leik Brentford og Liverpool sem hófst fyrr í dag skrifar BBC að Cody Gakpo, hollenski leikmaðurinn sem Liverpool keypti frá PSV í lok desember, bíði enn eftir atvinnuleyfi á Englandi.

Hann verður því mögulega ekki með Liverpool þegar liðið mætir Brentford á Gtech Community Stadium klukkan 17:30 í dag.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði eftirfarandi að segja um Gakpo í gær.

„Orðum þetta þannig að ef ég væri að vinna hjá skrifstofum sem koma að þessum málum eða væri þá myndi ég vakna snemma til þess að skrifa undir þessa pappíra á hverjum morgni. Ég er ekki viss um að þetta muni nást og það verður að vera gert fyrir hádegi. Ofan á það þá má hann ekki æfa með liðinu fyrr en búið er að skrifa undir pappírana."

„Tæknilega séð er hann ennþá leikmaður Eindhoven, eða ég er ekki viss, en hann má ekki æfa með okkur. Á minni plánetu er möguleiki á því að hann spili,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner