Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og stjóri Tottenham, var allt annað en hrifinn af frammistöðu sóknarmannanna Harry Kane og Heung-min Son í leik liðsins gegn Aston Villa í gær.
Aston Villa vann 2-0 sigur og voru það þeir Emi Buendia og Douglas Luiz sem skoruðu mörkin í seinni hálfleiknum.
Spurs náði sér ekki í gang og stjörnunar þeirra tvær sýndu lítið í leiknum.
„Þessi frammistaða þeirra var langt frá því að vera boðleg, langt í frá," sagði Hoddle. Þeir Kane og Son léku með Bryan Gil í sóknarlínunni í fjarveru Richarlison og Dejan Kulusevski.
Hugo Lloris var þó skúrkurinn í gær en hann gerði hrikaleg mistök í markinu sem Buendia skoraði til að koma Villa yfir í leiknum.
Sjá einnig:
Lloris kominn fram yfir síðasta söludag
Sjáðu markið: Villa nýtti sér mistök Lloris
Athugasemdir