Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. janúar 2023 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Al Nassr grínast: Ég vildi fá Messi
Mynd: EPA
Rudi Garcia, stjóri Al Nassr í Sádí-Arabíu, var léttur á því í kjölfar tíðindanna um að Cristiano Ronaldo væri genginn í raðir félagsins.

Garcia grínaðist með að hann hefði viljað fá Lionel Messi í raðir félagsins áður en það fékk Ronaldo.

Ronaldo og Man Utd náðu samkomulagi um riftun á samningi í síðasta mánuði í kjölfar viðtals sem leikmaðurinn fór í hjá Piers Morgan. Ronaldo, sem hefur alltaf talað um að spila í bestu deildum heims, er nú mættur til Sádí-Arabíu þar sem hann fær svimandi háar upphæðir í laun.

Messi og Ronaldo hafa verið bornir saman í rúmlega áratug og ákvað Garcia, sem er fyrrum stjóri Lille, Roma, Marseille og Lyon, að nefna Messi í svörum sínum um Ronaldo.

„Ég vildi fyrst frá Messi beint frá Doha. Ég reyndi að fá hann þaðan," sagði Garcia.

Fyrsti leikur Ronaldo fyrir Al Nassr gæti komið á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner